21.4.2024 | 12:23
Er alþingi og ríkisstjórnin endanlega búnir að missa niður um sig!
Ég er að vísu nýkomin að utan og brá í brún að nýgerður samningur um kaup Landsbankans á TM yrði rift með ærnum kostnaði fyrir ríkissjóð, jú það eru við kjósendur sem eiga að borga. Þá kemur misskertur einstaklingur sem komist á einhvern máta til valda sem ráðherra og vill að viðkomandi gjörningur verði seldur á tombóluverði til vina og vandamanna innan rányrkju elítunnar á Íslandi. Jú það á sem sagt að ganga tvisvar í vasa almennings og ræna milljörðum til handa gæðingunum! HVAÐ ER AÐ YKKUR SAMLANDAR MÍNIR, ÞAÐ HEFUR VERIÐ FARIÐ NIÐUR Á AUSTURVÖLL FYRIR MINNA TILEFNIS, EÐA ERU ÞIÐ AÐ VERÐA EINS OG FANGARNIR UNDIR ÆGIVALDI NASISTA OG ÞORIÐ EKKI AÐ ANDMÆLA NEINU!!!! Á þetta sem sagt að líðast, hvar er stjórnarandstaðan, er hún heillum horfin, eða eru þau orðin svo meðvirk í að ræna landsmenn að þeim dettur ekki í hug að mótmæla slíkum gjörningi. Ég legg til að alþingi stöðvi þennan framgang, og virki þennan óskapnað sem þegar er búið að framkvæma, geri TM að ríkisreknu tryggingarfélagi sem myndi verða í raun aðhaldsafl í að lækka tryggingar fyrir landsmenn. Það er löngu komin tími til að stjórnmálamenn hugsi út fyrir boxið og nýti það sem þegar hefur verið gert til handa landsmönnum öllum, jú þaðan eru jú peningarnir teknir sem verið er að kaupa viðkomandi fyrirtæki og sjálfsagt að það verði til heilla fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Þar með er ég ekki að segja að nota eigi TM til að rústa öðrum tryggingarfyrirtækjum í landinu, en komin tími til að tryggar verði á sambærilegu verði og í nágranna löndunum okkar og að elítan geti ekki sópað milljörðum í formi arð í eigin vasa. Þar með er ég ekki að segja að það þurfi ekki að vera arður af slíkum rekstri, en fyrr má nú rota en dauðrota almenning í landinu af græðgi fákeppni þjófa og ræningja landsins!
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.