Skrílslæti á Austurvelli!

Í dag berast þær fréttir að nemendur Hagaskóla hafi farið í verkfall! Einkennilega til orða tekið, hverju ætli svo viðkomandi nemendur hafi verið að mótmæla! Ekki var það námsúrvali, nú eða að þau fengu ekki nægjanlega kennslu eða upplýsingar um þau námsefni er þau eru að læra, nú eða aðbúnað í viðkomandi skóla, NEI þau voru að mótmæla stríðinu á Gasa. Þarna mættu börnin ( unglingar ) með mótmælaspjöld og Palestínska fánann, með hinum ýmsu áletrunum. Hverjir ætli hafi í raun borið ábyrgð á slíkum spjöldum, jú eða útvegað þeim Palestínska fána til afnota, og er það þá ekki á ábyrgð viðkomandi hvort heldur það hafi verið skólastjórnendur og eða kennarar viðkomandi skóla sem bera ábyrgðina?
Ætli fulltrúar þessa skóla hafi hringt í foreldra viðkomandi barna og beðið leyfi til þess að ota börnunum út í foraðið án skriflegs samþykkis ráðamanna barnanna. Eru skólayfirvöld og eða þeir sem hvöttu börnin til að framkvæma gjörning er þau hafa ekkert vit á að skilja, né hafa tileinkað sér, nema þá ef til vill eitt og eitt en örugglega ekki allur fjöldin, ábyrg og ættu þarf af leiðandi að lenda í rannsókn hjá menntamálaráðuneytinu og eða lögreglu! Séu þau sek um að hafa farið á skjön við námsáætlun, ber þeim þá ekki að segja af sér, þar sem þau eru greinilega óhæf til að bera ábyrgð á þeim börnum er þau eru treyst fyrir að gæta og vernda gegn utanaðkomandi áróðri, hver svo sem hann skyldi vera!
Ég tel fulla ástæðu til að þessi framkoma skólayfirvalda verði rannsökuð og tekið sé alvarlega á slíkri hegðun opinberra starfsmanna, það er að nýta sér óhörðnuð börn í pólitískum tilgagni!
Því hvet ég menntamálaráðherra að girða sig í brók og fara í málið nú þegar, því verði þetta látið viðgangast, er fullvíst að slíkir aðilar munu ganga enn lengra í misnotkun sinni á börnum okkar í framtíðinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband