23.10.2023 | 23:04
Þegar brestur á fólksflótti!
Á Vísir er greinarstúfur um húsnæðismarkaðinn, þar sem frammámenn keppast um að kenna hvorum öðrum um ófarir í stjórnun efnahagsmála og húsnæðis skort, sem er lýsandi dæmi um getuleysi þeirra sem hefur verið trúað fyrir að stjórna þessu landi til farsældar, en eru á hraðri niðurleið með að sólunda tækifærum samfélagsins!
Vegna þessa getuleysis, þá er að bresta á fólksflótti úr landi af ungafólkinu okkar, er kæmi til með að halda samfélaginu uppi seinna meir. Þessi ábyrgð er á höndum alþingismanna, stjórnenda sveitafélaga og ekki síst þeirra sem fara með völdin í Seðlabanka Íslands. Skammtímahugsun þessara manna er með einsdæmum, skammtíma lausnir og ákvarðanir eru og verða ekki til þess fallnar til að koma á jafnvægi á peningastefnu landsins, þó svo að þeir hæli sér af skammtíma árangri er hann og verður ætið, skemmda eplið í kassanum! Það er löngu komin tími til að stjórnendur þessa lands þurrki stírurnar úr augunum og horfi fram á vegin, það þarf að úthluta lóðum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem og til einstaklinga, á viðráðanlegu verði, það þarf einnig að gera tímaramma um hvenær þurfi að vera byrjað á verkinu, hvenær það sé fokhelt og hvenær áætlað er að því ljúki, sé slíkur samningu ekki virtur, skal selja viðkomandi eign á uppboði, þar sem skilmálar yrðu um lokafrágang viðkomandi byggingar. Þá þarf að koma á réttlátu vaxtastigi á það lánsframboð til byggingar, þar sem endurreyst yrði Íbúðalánasjóður er lánaði til þessara framkvæmda, þannig væri búið að rífa tennurnar úr okurlánastefnu fjármálkerfisins. Ekki verður komið á raunverulegri breytingum í að halda ungafólkinu hér heima, fyrr en þetta verður komið í gegn, verði það ekki kemur þjóðin til með að sjá undir iljarnar á þeim mannauð sem taka á við að halda lífi í þessu þjóðfélagi.
Vegna þessa getuleysis, þá er að bresta á fólksflótti úr landi af ungafólkinu okkar, er kæmi til með að halda samfélaginu uppi seinna meir. Þessi ábyrgð er á höndum alþingismanna, stjórnenda sveitafélaga og ekki síst þeirra sem fara með völdin í Seðlabanka Íslands. Skammtímahugsun þessara manna er með einsdæmum, skammtíma lausnir og ákvarðanir eru og verða ekki til þess fallnar til að koma á jafnvægi á peningastefnu landsins, þó svo að þeir hæli sér af skammtíma árangri er hann og verður ætið, skemmda eplið í kassanum! Það er löngu komin tími til að stjórnendur þessa lands þurrki stírurnar úr augunum og horfi fram á vegin, það þarf að úthluta lóðum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem og til einstaklinga, á viðráðanlegu verði, það þarf einnig að gera tímaramma um hvenær þurfi að vera byrjað á verkinu, hvenær það sé fokhelt og hvenær áætlað er að því ljúki, sé slíkur samningu ekki virtur, skal selja viðkomandi eign á uppboði, þar sem skilmálar yrðu um lokafrágang viðkomandi byggingar. Þá þarf að koma á réttlátu vaxtastigi á það lánsframboð til byggingar, þar sem endurreyst yrði Íbúðalánasjóður er lánaði til þessara framkvæmda, þannig væri búið að rífa tennurnar úr okurlánastefnu fjármálkerfisins. Ekki verður komið á raunverulegri breytingum í að halda ungafólkinu hér heima, fyrr en þetta verður komið í gegn, verði það ekki kemur þjóðin til með að sjá undir iljarnar á þeim mannauð sem taka á við að halda lífi í þessu þjóðfélagi.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.