Óviss staða í Rússlandi eftir valdaránstilraun!

Eftir misheppnaða valdaránstilraun Wagnerliða innan Rússlands, má ætla að stjórn Pútins sé verulega löskuð. Hans helsti vinur Aleksandr Lukashenko forseti Belarus ( Hvíta Rússlands ) hefur skotið skjólshúsi yfir Yevgeny Prigozhin, leiðtoga Wagners – liðanna, þann sem stóð að valdaránstilrauninni. Þannig að greinilegt er, að það er farið að hitna undir Pútín og þeirri hryðjuverkastjórn er setið hefur að völdum í Kreml. Enn eru mikill viðbúnaður í hringum Mosku og bendir það til að þær fréttir sem okkur berast séu nokkuð litaðar og ekki nákvæmar, en staðreyndin er sú að valdaránstilraun var hleypt af stokkunum, gegn sitjandi valdhöfum í Rússlandi. Wagner – liðum var fagnað af íbúum í Rostov í suðurhluta Rússlands er þeir hertóku borgina, samkvæmt fréttum, þeir áttu síðan greiðan aðgang að Mosku það er þeir stoppuðu einungis 200 km frá borgarmörkunum, er þeir fóru til Belarus. Þetta var greinilega þaul skipulögð framkvæmd, þar sem engin töf var að þeirri 800 km ferð Wagner- liðanna norður, á svo skömmum tíma.
Það er greinilegt að sú sterka herdeild sem Úkraínumenn hafa þurft að berjast við og veitt þeim mikið mótvægi, það eru Wagner- liðarnir, hafa farið frá landamærunum og í þeirra stað komið ylla þjálfaðir Rússar. Hvað þetta mun leiða í för með sér er ekki hægt að segja á þessari stundu, en gera má láð fyrir að varnarlína Rússa muni á komandi dögum riðlast og Úkraínumenn nái aftur landi sínu til yfirráða! Þó getur það tekið sinn tíma, en mótspyrnan mun að öllum líkindum veikjast við fráhvarf Wagner – liðanna.
Hvað varðar Wagner – liðana, þá er hér um sérstaka hryðjuverka – herlið að ræða, en þeir eru með vígamenn á sínum snærum víða um Afríku og voru í lykilhlutverki í sigri Sýrlands fyrir botni Miðjarðahafs. Að vísu fengu Rússar heiðurinn af þeim hernaðar sigri, en þeir hafa ekki verið sigursælir án aðstoðar annarra, frá seinni heimsstyrjöldinni. Því er það spurning hvernig fer ef Wagner – liðsveitirnar fara frá Rússlandi.
Nú er það ljóst að hryðjuverkastjórnin í Kreml undir stjórn Pútíns á í vanda, ef þeir fái ekki einhverjar aðrar hryðjuverka stjórnir eða glæpalýð, með til að hnekkja á Úkraínu – her. Þá er einnig spurning hvort við komum til með að sjá hallarbyltingu í Kreml. Eitt er víst að Pútín er þegar búin að missa tvo af sínum helstu stuðnings mönnum , það er forseta Belarus og Kokkin eða eiganda Wagner herdeildana. Þar með eru Rússar sennilega búnir að missa töglin og haldinnar á Sýrlandi og ríkjum sem hann hefur verið í sagtogi með úr Afríku. Hvað slíkt mun hafa í för með sér er óvissu þáttur í dag, en eitt er víst að Kreml stjórnin er búin að vera.
Afleiðingar þessa árásarstríðs inn í Úkraínu eru nú að breytast og koma því miður til með að bitna mest á ríkisborgurum Rússlands. Rússar eiga eftir að þurfa að greiða mikla fjármuni í stríðs skaðabætur til handa Úkraínu, sem og þá verða leiðtogar Rússlands sennilega einnig dregnir fyrir slíkan dómstól, þó svo að Rússar hafi ekki viðurkennt hann. Sú niðurstaða ætti einnig að verða öðrum ríkjum til íhugunar og dreg ég það ekki vesturveldin undan, því ekki verður hægt í framtíðinni að leyfa ríkjum að ráðast inn í önnur ríki, vegna þess eins að þeim líki ekki pólitísk völd og eða vegna þess að árásarríki ásælist auðlindir viðkomandi þjóða!
Vonandi verður sú mannfórn og eyðilegging þessa stríðs til að ásælni og valdahroki verði settur til hliðar, en kærleikur og virðing verði sett í öndvegi þjóða á milli.
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband