Maður getur ekki lengur orða bundist þegar vitringar Reykjavíkur stíga fram og gefa misvitrar afsakanir á heimsku sinni, þegar þeir eru inntir svara við arfavitlausum stjórnunarháttum sínum! Nýlegt dæmi er svar Alexöndru Briem, formanns umhverfis- og skipulagsráðs, og reynir að koma sökinni yfir á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna þess að viðkomandi vildi greinilega ekki láta koma sökinni yfir á sig um að geta ekki stjórna snjómokstri!
Alexandra fullyrðir að einungis hafi verið um byrjunarörðuleika við að stríða er varðar snjómokstur í Reykjavík í vetur. En hvers vegna voru þá allar þessar kvartanir, ekki einungis frá almenning, hvort heldur hann var gangandi, hjólandi eða á einkabifreið, heldur einnig frá atvinnurekstri það er sorphirðumönnum, sem og fleirum. Nei!, hennar afsakanir eru hljómið eitt, hún er greinilega ekki starfi sínu vaxin, kann hvorki að fara með opinberar fjárreiður né nokkra stjórnunar hæfileika.
Til að opna skýjahuluna á hennar þröngsýni, þá var ljós í haust hversu stígar, götur og allt það sem þurfa þurfti að moka. Það jókst ekki yfir háveturinn, þannig að hún hefði átt að gera sér grein fyrir umfangi verksins. Hverjar ætli síðan verði afsakanir viðkomandi aðila um þrifin á götum borgarinnar í sumar.
Við skulum gera okkur grein fyrir að götur og stígar borga í þeim löndum sem viðkomandi spjátrungar vilja miða sig við á hátíðar og tyllidögum, þrífa borgirnar reglulega þannig að umtal um sóðamennsku og slóðaskap sé ekki aðal umræðuefni þeirra sem sótt hafa viðkomandi borg heim. Þetta ættu stjórnendur Reykjavíkurborgar að taka sér til fyrirmyndar.
Það er augljóst að Vinstriflokkarnir undir stjórn Samfylkingar eru búnir að setja Reykjavíkurborg á hausinn, spurningin er hvenær lánadrottnar komi til með að gera gangskurð í að endurheimta sitt lánsfé, það er að Lánastofnanir yfirtaki Orkuveitu Reykjavíkur upp í skuldir, því borgarsjóður hefur ekki efni á að greiða afborganir og vexti af lánunum!
Með vinsemd og virðingu þá þurfa borgarbúar að fara að vakna!
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.