Hvenær eru þingmenn og eða ráðherrar vanhæfir?

Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Jón Gunnarsson varpaði aðdróttunum í garð þingsins, er hann fjallaði um umsóknir um ríkisborgararétt, þar sem þingmenn er hefðu tengsl eða hagsmuna að gæta, hvort sem það hafi verið á fyrri stigum eða í núinu, tækju þátt í umræðum og ekki síður atkvæðagreiðslu um veitingu ríkisborgararéttar. Þá kom einnig í umræðuna, að sama fólk hagsmunagæslunnar fyrir hælisleitendur tækju þátt í reglugerða og eða lagasetningum fyrir sama hóp. Eru slíkir einstaklingar ekki of litaðir til að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga?
Það er greinilegt að setja þarf reglur um heiðarleika og vanhæfismörk alþingismanna sem og ráðherra og á það ekki einungis við um þennan málaflokk. Þegar menn gangast við drengskapa eyð, þarf að vera skýrt að þeir virði slíkar lagasetningar, en nauðsyn þeirra er löngu orðin tímabær.
Í dag var grein á mbl.is, þar sem fyrirsögnin er „ Þingmenn tengdir umsækjendum“!, þar sem Andrés Magnússon fer yfir þetta mál, tekur hann fyrir þingmann Pírata Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur., en það eru eftirvill fleiri þingmenn sem eiga beina eða óbeina hagsmuni að gæta í þessum málaflokki, og beina því ekki athygli að hagsmunum þjóðar né landsins þegar málefnaleg umræða fer fram né eru hlutlaus í atkvæða greiðslu um málið.
Þó svo að ég taki þetta mál hér fyrir, eru mörg mál, þar sem það orkar tvímælis að þingmenn eða ráðherrar séu færir um að gæta hagsmuna þjóðar eða lands. Þar vill ég helst nefna auðlindamál, afsals réttar til handa öðrum sambandsríkjum eða stofnunum og þannig mætti lengi telja. Með að koma á skýlausum lögum fyrir þingmenn og eða ráðherra til að fara eftir, þar sem í hverju tilfelli fyrir sig þyrfti að fara yfir hæfi þingmanna og eða ráðherra, er vörðuðu stærri mál, tel ég vera nauðsynlega. Það myndi leiða til þess að þingmenn og eða ráðherrar færu ekki í þessar valdastöður í gegnum hagsmunagæslu, hver svo sem hún væri, heldur einungis til að gæta hagsmuna lands og þjóðar!
Með vinsemd og virðingu
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Guðmundur Karl,

Þeir eru drjúgir Píratarnir að tala um spillingu hjá andstæðingum sínum og krefjast brottvikningu úr embætti, en þegar kemur að þeirra eigin spillingu þá er sagan önnur. Hvernig er hægt að taka mark á svona liði??? Ekki skrítið að traust til Alþingis sé lítið sem ekkert.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.4.2023 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Jú það er ekkert skrítið að álit á alþingi hafi minkað, fólk sér ekki að þetta fólk sé að vinna fyrir þá er þeir sverja hllustueyð fyrir, en  eru tilbúnir að vera brúnir aftur fyrir hnakka eins  og sagt var hér á árum áður, fyrir þá aula sem ekki gátu staðið í lappirnar og fylgt eigin skoðunum.  Nú eru Sjálfstæðismenn farnir að halda fundi út og suður, þar sem þeir sverja af sér ábyrgð af innflytjendamálum, en eru búnir að hafa Utanríkisráðuneytið síðan 11 janúar 2017, þar á undan voru þeir í stjórn með framsókn síðan 23 maí 2013.  Halda þeir að þeir geti fríað sig allri ábyrgð og landsmenn sjái ekki í gegnum hræsnina.

   Frá því að Íslenska þjóðfylkingin var stofnuð, hefur ÍÞ varað við þessari þróun og verið kallaðir hinum ýmsu nofnum.  Við erum að sigla inn í ferðalag sem hefur verið að rústa hinum norðurlöndunum.  Glæpatíðni hefur farið vaxandi og sumir þjóðfélags og trúarhópar telja sig ekki þurfa fara eftir lögum mótökulandsins.   Hér erum við að tala um flóttamenn sem koma með menningu og ætla sér ekki að samlagast viðkomandi landi, enda stríðir það gegn trúarvitund þeirra.   Það er löngu komin tími til að standa vörð um eigið land og menningu.  Þetta hefur verið eitt af megin stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar það er að vera sannir Íslendingar.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 4.4.2023 kl. 17:15

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það virðist sem svo Guðmundur að No Border samtök George Soros hafi náð tökum á stjórnvöldum hér á landi og líklega að tilstuðlan gamla karlsins. Hann eys fé í allskonar öfgastefnur út um víða veröld, kaupir sér fylgjendur og segir þeim síðan fyrir verkum. Þetta er einn af þeim alhættulegustu mönnum sem uppi er, en hann er einn af þeim ofurríku sem stjórna vilja heiminum í gegnum WEF, Davos-klíkunnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.4.2023 kl. 20:30

4 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Sæll Tómás Ibsen, jú hann er stórhættulegur, það þarf að koma böndum á þá stjórnmálaflokka sem þyggja greiðslur frá erlendum styrktaraðilum, hér er um erlend afskipti af innanríkismálum þjóðarinnar. Þetta ætti ekki að vera neinn vandi fyrir Seðlabanka Íslands að upplýsa löggjafan um slíkar greiðslur, hvort heldur þær koma frá Soros, ESB eða hverjum þeim sem er að afvegaleiða Íslensk stjórnvöld eða stjórnmálamenn.  

Guðmundur Karl Þorleifsson, 5.4.2023 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband