Er komin tími á að segja skilið við EES!

Nú er Evrópubandalagið endanlega gengin af vitinu, nú skal flýta aðferðafræði DAVOS stefnunnar, með því að beita almenning þrýstingi að loftför verði gerð óaðgengileg fyrir almenning, í nafni loftlagsmengunar! Þetta sama fólk hélt ráðstefnu um daginn, þar sem flestir fundagesta mættu á einka rellum, sem spúðu út marföldu magni óþvera á miðað við farþegaflugvélar, sé tekið það reiknað á farþega! Þá þarf ekki að gæta kolefnislosunar né annarra þungmálma, né heldur þegar viðkomandi uppar standa í hernaðarbrölti og æfingum í að drepa mann og annan í nafni friðar! Nei þessir hræsnisfullu leiðtogar þjóðanna víla ekki fyrir sér, samanber yfirmenn ESB að skjótast með einkarellum, þó flugtíminn sé innan við klukkustund. Er ekki tími til að stöðva þessa vitleysu, alla veganna slíta samstarfi við þessa vitleysu, þar með Scengen, og fleiri ruglusamtök sem Íslendingar eru aðilar að!
Íslendingar gætu þess í stað snúið sér að frjálsum viðskiptasamböndum við Bandaríkin, Kanada og fleiri lönd sem ekki eru með þvingunaraðgerðir gagnvart sínum viðskiptalöndum á borð við ESB ruglið. Nú kom fram á sjónarsviðið forstjóri Play sem taldi að Íslendingar væru í vanda staddir hvað ferðamáta varðaði, vegna losunargjalda sem yrðu lagt á farmiða, en Ísland, Færeyjar og Grænlendingar eru ekki á meginlandinu, þar sem hægt er að keyra á milli staða, þar af leiðandi getum við ekki verið hluti af slíkum samtökum, þar sem það beinlínis skaðar okkar frelsi. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/02/13/gaetu_ordid_hamfarir_fyrir_ferdathjonustuna/
Íslenska þjóðfylkingin hefur verið með það á stefnuskrá sinni að við eigum að segja okkur alfarið úr EES samstarfinu, þar myndu mörg ljón sem á vegi okkar eru falla, þar með talið landbúnaðarmál, fiskveiðistjórnunarmál, orkumál og fl. Íslendingar eiga einungis að gera tvíhliða viðskiptasamningar við önnur ríki á jafnræðis grunni, látum hótanir ESB lönd og leið, þær geta þeir notað til heimabrúks. Vilji þeir ekki versla við okkur, þá eru nógir til að gera það!
Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

JÁ Guðmundur, það er sko löngu kominn tími til að segja skilið við EES, að mínu mati.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2023 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband