10.2.2023 | 09:33
Og plottið heldur áfram!
Nú kemur fram í fréttum að Íslandsbanki hefur viðurkennt að hafa brotið lög!, og hyggst gera sátt í málinu. Spurning almennings er hvaða máli?, hversu alvarlegt var það?, gaf Bjarna glæpon, stjórn Íslandsbanka og eða bankastjóra leifi til að framkvæma verknaðinn?, og er það réttlætanlegt að ekki séu slík mál opinberuð, það í hverju fólst brotið, hversu háar upphæðir þarf ríkisbanki að greiða eða er það ef til vill þeir sem frömdu verknaðinn sem eiga að bera ábyrgðina!? Enn og aftur, HVAR ER ALÞINGI!?
Og hér er ekki öll sagan sögð, hún er nefnilega rétt að byrja hjá Bjarna bóa og meðreiðarsveinum. Þar sem hann og ríkisstjórn hefur fengið bágt fyrir fáránleg vinnubrögð við sölu Huppu ( það er Íslandsbanki ein af mest mjólkandi kúm sem Íslendingar hafa átt ), skal halda áfram með þáttinn BANKARÁNIN!. Stjórn ásamt bankaránsstjóra Íslands banka hefur hafið viðræður um mögulegan samruna við KVIKU-banka, og er klætt faglegum svika orðum AÐ SAMRUNIN MUNI LEIÐA TIL SÓKNAR- OG HAGRÆÐINGARTÆKIFÆRIS, fyrir hvern og hverja! Er þetta nýja leiðin til að mynda nýjan meirihluta í Íslandsbanka sem ekki yrði í eigu Íslendinga það er Íslenska ríkisins, svo hægt verði að ræna bankann innanfrá og skilja svo brunarústirnar eftir til handa Lífeyrissjóðum og landsmönnum til að taka við þrotabúinu enn eina ferðina, við hjá Íslensku þjóðfylkingunni seigum NEI OG BIÐJUM ALMENNING AÐ GÆTA VARA VIÐ SLÍKUM TILBÚNAÐI. ÞÁ HVETUR ÍSLENSKA ÞJÓÐFYLKINGIN ALÞINGISMENN SEM ÞIKJA ENN EITTHVAÐ VÆNT UM SAMFÉLAG OKKAR AÐ STOPPA ÞENNAN GJÖRNING RÍKISSTJÓRNARINNAR!!!!
Við vitum öll að það er farið að hrikta í ræningjahirslum sjálftölufólksins, og nú skal nota Bjarna bóa og Co., til að koma þessu í hring, en það verður að stöðva þennan gjörning svo koma megi lagi á fjármál þjóðarinnar. Þá þarf að endurskoða fjárlög þjóðarinnar, þar sem framúrkeyrsla ríkisins er þvílík að það stefni í annað hrun, öll þau sömu teikn sem voru fyrir síðasta hrun eru farin að láta á sér kræla. Alþingismenn þurfa að standa í lappirnar og koma í veg fyrir að alkyns smáhópar og heimtufrekur skríll vaði uppi, stöðva þarf framkvæmdargleði á vegum hins opinbera þar til menn fara að sjá til lands. Það er löngu orðið augljóst að núverandi fjármálaráðherra er ófær í að stýra fjármálum landsins, með tvo eyðsluflokka sér við hlið í ríkisstjórn. Því það er augljóst að stjórn Íslandsbanka myndi ekki fara fram með þennan hráskinnaleik nema með samþykki núverandi ríkisstjórnar og alþingi virðist vera máttlaus stofnun!
Lifið heil
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.