15.12.2022 | 21:33
Heilsa og velferð í boði Vegagerðarinnar og Borgarstjórnar!
Nú er sem aldrei fyrr er farin af stað áróðursherferð af hendi borgarstjórnar og Vegagerðarinnar, um mælingar á svifryki og köfnunardíoxíðs í andrúmslofti. Hver ætli ástæðan sé að þetta mælist í þvílíku magni hér á höfuðborgarsvæðinu? Því get ég svarað á einfaldan hátt, þrífið göturnar meira en einu sinni á ári!
Það er til skammar að þau gjöld sem innheimt er af þeim er nýta gatnakerfið í Reykjavík og nágrenni skuli ekki fá betri þjónustu en að hægt sé að þrífa göturnar nema einu sinni á ári, ef það sé þó gert. Í Amsterdam eru götur innan borgarinnar þrifnar á hverri nóttu þar sem umferð er mest og allar götur þrifnar einu sinni í mánuði sé u einhverja umferð að ræða. Það hljóta allir heilvita menn að sjá að mengunin er að mestu stjórnvöldum að kenna. Ég tek orðið ekkert mark á þeim áróðursmælingum sem framkvæmdar eru, því miðað við að um 20% bifreiða eru orðnir mengunarlausir og önnur 20% svo kallaðir tvinn bílar eru að mestu mengunarlausir innanbæjar, eru hér um hreinar lygar að ræða og eingöngu áróður til þess að slá menguðu ryki í augu almennings. Þessu liði sem stjórna umferðaræðum landsins sem og borgarinnar, ættu að skammast sín, þeir sömu aðilar myndu ekki sleppa því í heilt ár að ryksuga og eða skúra heima hjá sér og kenna síðan nábúanum um óhreinindin heima hjá sér. Takkið hendur upp úr vösunum og komið ykkur að verki, hreinsið götur og stíga þarf að sandbera og salta, ætlist þið til að fólk noti aðra ferðamáta en bílinn.
Skora á almenning að keyra sem mest, það breytir engu greinilega því þeir sem við höfum kosið til að sjá um að halda borginni og vegakerfinu hreinu, gerist þess þörf!, eru greinilega ekki starfi sínu vaxnir!
Lifið heil!!!
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.