Eyðslupólitík stjórnmálamanna.

Það hefur lengi verið fjallað um eyðslu meirihluta borgarstjórnar og sitt sýnist hverjum! Þar falla skoðanir í tvo ólíka hópa, það er hvort menn finni sig sem stuðningsmenn meiri eða minnihluta borgarstjórnar. Getur fólk ekki tekið ábyrga afstöðu til grunnforsenda reksturs þar sem vitað er að framútkeyrslan verður sótt í vasa almenns borgarbúa!
Nú svo komum við að „ RÍKISSTJÓRNINNI“, þar eru áætluð um 119 milljarða frammúrkeyrsla, sem einnig er reiknað með að verði varpað á hinn almenna landsmann, sem enga björg sér getur veitt. Hvernig er það hægt að ríki reikni með í góðæri, þar sem stjórnar meirihlutinn hefur blásið út brjóstkassann, þegar þeir upplýsa almenning um að hér sé allt í góðu standi og menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af ástandinu, því meirihlutinn hafi komið því til leiðar að hér sé allt miklu betra en í nágrannalöndunum! Hefði þá ekki átt að vera tilvalið að skila hallalausum fjárlögum, þar sem skilaboðin út í samfélagið væri fyrirhyggja og ráðdeild, en ekki óráðsía og óábyrg fjármálastjórn! Ríkisstjórnin getur ekki endalaust varpað stjórnleysi í fjármálum á þjóðina, það er nefnilega ekki hægt að skipta um kennitölu á Íslandi.
Við skulum athuga það að með slíku háttalagi, það er að pissa ætíð í skóinn sinn og skilja ekkert í því að verða votur í fæturna, er greinileg stefna ríkisstjórnar með meðhlæjendum minnihlutans á alþingi Íslending, en á meðan gráta aldraðir og öryrkjar, því þar virðist ríkisstjórnin halda af nægu sé að taka upp í eyðsluna. Þessu háttalagi verður að linna, stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju og skila skuldlausu fjárlagafrumvarpi, þar er hægt að skera niður í hælisleitendaiðnaðinum, meðvirknipólitík utanríkisráðherrans sem telur að nægt fé sé í kassa landsmanna, svo eitthvað sé nefnt.
Nú er að koma jól og þá eru útgjöld heimilanna í hæstu hæðum, fátækir horfa á nauðþurftirnar, meðan þeir sem fá aukabónusinn alt að eins mánaðar kaupauka geta glatt sig og sína samanber stjórnvöld, en sjá eftir smáaurum til handa fátækum Íslendingum, en moka fé til efnahagsflóttamanna, sem jafnvel halda ekki jónin hátíðleg.
Látum í okkur heyra, þannig virkar kerfið, og opnum hulinshjálmin í næstu kosningum!
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Guðmundur Karl.

Mér sýnist ríkisstjórnin, borgarstjórn og líklegast flest sveitafélög landsins séu samkvæmt fjárhagsáætlunum að taka yfirgengileg lán einhverra hluta vegna. Það virðist stefna í að lántaka verði svo gífurleg að allar þessar stofnanir verði ógjaldfærar á næstu árum.

Ég get ómögulega skilið allar þessar lántökur því þær ættu að vera óþarfar, það er verið að lofa greiðslubirgði uppí ermar afkomenda okkar til langs tíma. Það er ljótur leikur sem verið er að gera en almenningur virðist fljóta sofandi að feigðarósi.

Ég hef á tilfinningunni að einhverjir annarlegir hlutir séu þarna að baki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2022 kl. 21:59

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Sæll Tómás

Já það er eitthvað að hjá stjórnmálamönnum þessa lands, siðferði gagnvart þeim sem þurfa að borga brúsan er ekkert.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 7.12.2022 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband