Nú veit ungt fólk hver hugur borgarstjórnar og VG er til þeirra!

Nú er það „Deginum“ ljósara hver afstaða meirihluta borgarinnar er til ungs fjölskildu fólks í Reykjavík, sem og afstaða VG og Framsóknar í þeirra garð. Þessir aðilar lofa taka á móti1500 hælisleitendum og skaffa íbúðir til handa þeim! en ætli það verði ekki á kostnað þeirra Íslendinga sem hafa hugsað sér að stofna til fjölskyldna sem og annarra Íslendinga sem eru að leita sér að húsaskjóli í borginni. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að þetta eigi að vera aukning á byggingarmagni sem borgin standi fyrir, því ekki hefur komið fram nýtt skipulag með þessum fjölda húsnæðis.
Það hlýtur að vera komin tími fyrir ungt fólk að taka ofan hulinshjálminn, þegar kemur að stuðningi við flokka sem vinna beint gegn hagsmunum ykkar! Ungt fólk, og aðrir Íslenskir þjóðfélagsþegnar eru orðnir neðstir á lista þessara flokka, þegar kemur að sinna eðlilegri þjónustu svo viðkomandi þjóðfélagshópar getir átt eðlilegt líf innan borgar markanna. Flokkarnir telja betra að fjárfesta í hælisleitendum og efnahagsflóttamönnum í stað þess að sinna lögbundum skildum sínum gagnvart þér og þinni fjölskildu! Þetta á við meira en húsnæðisþörfina, þetta á einnig við um dagheimili, uppeldisþjónustu skóla og umhverfi, sem og allri innviðauppbyggingu sem beinist að fjölskyldum. Á meðan er skrípaleikurinn í hringum köttinn og niðurrif á hríslu uppi í Heiðmörk aðalmálið svo ég tali ekki um undirskrifta pjárið og auglýsinga snobbið í hringum hælisleitendur!

Góðir Reykvíkingar, ég hef samúð með ykkur, þið kusuð þessi skrípi yfir ykkur og þurfið að taka afleiðingum gjörða ykkar, en er ekki komin tími fyrir Reykvíkinga að taka himnuna frá augunum og átta ykkur á að borgarstjórnarflokkarnir sem í meirihluta sitja núna, sem og VG eru ekki að vinna fyrir ykkur og koma ekki til með að vinna að framgangi barna ykkar, þeir eru einungis sýndarmennsku flokkar sem eru snillingar að blekkja ykkur og framtíð ykkar. Þeir telja að hælisleitendur komi til með að kjósa þá, þannig að þeir þurfi ekki á ykkar atkvæðum að halda. Þetta skulið þið muna í næstu kosningum.
Lifið heil.
Íslenska þjóðfylkingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband