Grjótkast stjórnarandstöðunnar!

Í góðri bók stendur „ sá sem syndlaus sé kasti fyrst steininum“ og annar staðar er góður málsháttur sem segir“ að þeir er búa í glerhýsi kasti ekki fyrsta grjótinu“ tilvitnun lýkur!
Það er vægast sagt að bæði stjórnarandstaðan sem og forsætisráðherra voru fljótir að kasta rýrð á fjármálaráðherra, sem og Bankasýslan sem annaðist viðkomandi útboð hafi gefið það í skin að þeir hafi ekki farið að lögum við sölu á þessum eignahlut ríkisins!
Hverjir samþykktu söluferli á Íslandsbanka?
Hverjir voru það sem samþykktu lögin sem Bankasýslan fór eftir til að selja þennan hluta ríkisins í Íslandsbanka?
Hverjir samþykktu lög um að söluferlið yrði ekki undir beinni handleiðslu fjármálaráðherra, komu einhverjar athugasemdir frá öðrum þingmönnum um aðrar aðferðir við sölu á þessu hluta, þrátt fyrir að fyrir lægi misheppnaðar sölur á bönkunum sem allir ættu að hafa þekkt til, sem og áður þekktar gjafagjörningar ríkisstjórna á ríkiseignum!???
Þegar slíkar sölur á svo þýðingarmiklum eignum ríkisins fara fram, falla þá eftirlitsstofnanir þingsins í dvala?
Eru eftirlitsstofnanir alþingis einungis til að gaspra um orðna hluti, gerðar til að upphefja eftirá skinsemi, því þeir er í nefndunum sitja hafa ekki sinsemi né þekkingu til að leita til þeirra sem hafa þekkingu á viðkomandi hlutum og geta aðstoðað þá við eftirlitshlutverk sín, svo nefndirnar geti gengt hlutverki sínu til þess að vernda samfélagslegar eignir og öryggi landsmanna, án þess að upphefja eigið ego!
Eru eftirvill þeir sem láta hæst í athugsemdum sínum á alþingi, sitjandi í viðkomandi nefndum og reyna að koma ábyrgðinni á aðra, en líta ekki í eigin barm eins og að ofan greinir með steinvöluna! Eru það kannski þeir þingmenn sem ættu að segja af sér embættum, sem og þeir sem samþykktu þennan gjörning, aðferðaferlið og skeyttu engu hvernig staðið yrði að því, heldur biðu eins og hrægammar yfir ylla lyktandi hræinu er það yrði opinberað. Halda virkilega þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Björn Leví, Kristrún Frostadóttir, Halldóra Mogensen og Þorgerður Katrín að landsmenn sjái ekki í gegnum upphrópunnar geðveiki þeirra, það eru þessir aðilar sem hefðu átt að standa í lappirnar og neita að salan færi fram, teldu þau svo mikla annmarka væru á sölu á banka í ríkiseign. Nei ef þau voru svona vitiborin hefðu þau ekki átt að linna látum fyrr en þessi gjörningur hefði verið stöðvaður og alt lægi upp á borðum.
Ég geri mér grein fyrir að örugglega má finna að þessari framkvæmd, og taka skýrslu þar sem fólk getur valtað yfir þá er unnu verkið, án athugasemda, er vart marktæk. Sama á við þá arfavitlausu aðferð að alþingi geti sett á stofn einhverja nefnd til að rannsaka einhver verk ríkisstjórnar, þar þarf að koma til óháð nefnd sem ekki er hluti af hinu pólitíska hluta landsins, að öðrum kosti eru slíkar nefndir ekki marktækar!
Eins og kemur fram í stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar, hafnar ÍÞ sölu á eignum ríkisins, sem annaðhvort eru byggðar upp af almannafé, eða ríkissjóður hefur þurft að taka yfir, það er að segja fyrirtæki, eignir sem geta skilað arðsemi í sameiginlega sjóði landsmanna. Þar eru undanskildar eignir sem eru fengnar á uppboði sem eru undir 1milljarði króna. Fari slíkt í söluferli, skal selja eignirnar á opnum markaði og skal almenningur hafa jafnan aðgang að eignast hlut í eigninni áður en það sem eftir er, er selt á opnum markaði.
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband