Eru lögfræðingar hælisleitenda ekki starfi sínu vaxnir?

Það þurfti ekki að koma neinum á óvart, að Íslensk stjórnvöld myndu á einhverjum tímapunkti vísa ólöglegum hælisleitendum úr landi, eftir að Útlendingastofnun hafði tekið mál þeirra fyrir og úrskurðað um mál þeirra. Þeim hafði verið gefin frestur á þessum aðgerðum vegna ástandsins í heiminum vegna Covid faraldursins. Spurningin er, hvers vegna var lögfræðingur þeirra ekki búin að gera þeim það ljóst að staðan í þeirra máli væri þessi, var hann ekki að sinna skjólstæðingum sínum, eða var honum alveg sama, svo framalega að hann gæti fengið fjölmiðlaumfjöllun? Þetta eru allt áleitnar spurningar um þá vinstrislagsíðu lögmenn, sem ef til vill nota skjólstæðinga sína sem peningaprentvél á kostnað almennings í landinu, það er að blóðmjólka ríkisspenan en hafa jafnvel enga samúð með skjólstæðingum sínum!
Svo við tökum nokkur tilvitnanir í orð viðkomandi lögfræðingsins Alberts Björns Lúðvíkssonar, en þessar tilvitnanir eru teknar upp úr mbl, en þar segir Albert „ fólkinu var vísað úr landi fyrirvaralaust „ sem gagnrýni á vinnubrögð lögreglu harðlega. Hann heldur áfram! Maður getur ímyndað sér sjálfur að búa í landi í tvö ár og síðan birtist hópur lögreglumanna og tilkynnir manni það að eftir örfáa klukkutíma eigi að fljúga með mann úr landi. Þetta er ómannúðlegt. Þá kom í framhaldi frá viðkomandi lögmanni að þeirra biði einungis gatan í Grikklandi, þar sem enga þjónustu væri að fá og fólkið gæti ekki hangið á Gríska mjólkurspenanum um allan aldur, því þau yrðu að vinna fyrir sér eftir 30 daga.
Biddu nú við „ hvað var þessi lögfræðingur búin að fá mikið greitt frá ríkinu, sem ekki gat komið eðlilegum skilaboðum til skjólstæðinga sinna, nei það væri ekki nóg að hann og hans líkir væru í þessum afætuiðnaði á kostnað þjóðarinnar, heldu ætlaðist hann líka til þess að stjórnvöld í örríkinu Íslandi, myndu sjá um ólöglega innflytjendur um aldur og æfi.
Ég vona að fólk sjái að hér er á ferð slíkt siðleysi að það þarf að taka fast á þessum málum, stöðva þarf allar greiðslur til handa afætulögmönnum Rauða krossins, það þarf að setja skír skilaboð til handa þeim sem hingað leita að Íslendingar koma ekki til með að fóðra efnahagsflóttamenn á kostnað ríkisins, meðan fjárlög landsins eru rekin með halla og Íslendingar geta ekki aðstoðað eigin þegna á sómasamlegan hátt.
Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband