Upplausnartími í stjórnmálum!

Það er merkilegt að stjórnmálafylkingar á borð við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn skuli vera búin að átta sig á því að þeir eigi ekki samhljóm með fólkinu í landinu, en fólkið er enn með hulinshjálminn yfir höfðinu! Skrítið, átök í Sjálfstæðisflokknum eru greinileg þar sem fram fer uppgjör tveggja turna innann flokksins, þar sem menn héldu að hnífurinn kæmist ekki á milli og svo að deildar meiningar eru innan Samfylkingarinnar þar sem nýkjörinn formaður flokksins talar tungum tveim og enginn skilur hvert hún er að fara, meðan eini fyrrverandi leiðtogi flokksins er enn situr í stjórn hans, talar gegn fullyrðingu nýkjörins formanns um að hún og flokkurinn muni aldrei fara í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Var þetta þá bara bulli í nýkjörnum formanni flokksins?

Þá kom spádómsmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnarsson með yfirlýsingu á föstudag að stutt væri í kosningar, hver veit! Alla veganna tók undir spádómsgáfur Sigmundar spádómskerling Útvarps Sögu um að slíkt gæti verið í farvatninu. En hvað sem slíku líður, þarf þjóðin ekki á nýjum kosningum að halda um þessar mundir, heldur að alþingismenn vinni vinnuna sína í þágu landsmanna en veri ekki í kapphlaupi græðginnar og spjátrungs hyllinnar!
Eftir að Helga Vala hirti nýkjörin formann Samfylkingarinnar, þá veit engin hvort eitthvað sé að marka ræðu formanns á þessu merka fundi flokksins, en eins og eitt sinn var sagt um Framsókn, að það væri ekkert að marka það sem þeir segðu, því þeir væru opnir í báða enda, þá virðist ræða nýkjörins formanns Samfylkingar vera dálítið lík loforðaflaumi Framsóknarmanna, að það er ekki neitt að marka hvað þeir segi því þeir tali út og suður! Í Samfylkingunni vill ein leggja leið sína til að heilla Sjálfstæðisflokkinn en önnur ekki á það talandi að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn næstu árin. Er hægt að vera meira sundurorða eftir að hafa setið saman heila helgi og skeggrætt stefnu flokksins, spurningin er, voru þær á sama fundarstað?
Nú er einungis ein spurning eftir, en hún snýr að kjósendum þessa lands. Er þjóðin en með hulinshjálminn lokaðan eða kemst þjóðin út úr myrkum blekkingar og lyga við næstu kosningar. Íslenska þjófylkingin telur það löngu tímabært að gefa þessu fólki sem situr á alþingi Íslendinga FRÍ!!!!
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband