„Að sjá flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga!!!!“

Er ekki komin tími til að Íslendingar og þá helst stjórnmálamenn, fréttamenn og aðrir sem telja sig þess umkomna að gera athugasemdir við aðrar þjóðir, að skoða hegðun sína áður en steininum er kastað. Ég ætla ekki að bera í bætifláka fyrir hegðan ríkistjórnar Katar, en þessi hegðun í sambandi við stórviðburði íþrótta hefur viðgengist um langt skeið. Hvort það sé meiri mannvonska í Katar eða t.d. í London, Brasilíu eða á skíðasvæðum Ólimpíu-atburða, skal hér ekki tekin afstaða til, en þetta er ljótur blettur á þessari nútíma þrælahaldi sem hefur verið viðloðandi þessa atburði. Hvaða hegðan er ég að tala um að Íslendingar stundi „ JÚ NÚTÍMAÞRÆLAHALD Á VINNUMARKAÐI“, þar sem það viðgengst að atvinnurekendur gera æ meiri kröfur um lægri launa til handa erlendu vinnuafli sem hingað er flutt í stórum stíl undir yfirskriftinni að það vanti vinnuafl, og verkalýðshreyfingin snýr blinda auganu að nútíma þrælahaldinu vegna þess að þeir fá nokkrar krónur í kassann. Þetta þrælahald er ekki að skila eins miklu í ríkis-kassann eins og menn vilja vera að láta, en þó nokkru til þeirra sem hagnast á misnotkuninni. Það er vegna þess að afgangurinn af launum þessa fólks sem er undirborgað, dregið af ofurleigukostnaður húsnæðis,( þó þeim sé þar komið fyrir eins og hænum í búri), er greiddur út í erlendri mynt og fer út úr hagkerfinu.
Þessi staðreynd er ljótur blettur á Íslensku samfélagi, við þurfum ekki þá þenslu sem sköpuð er hér á landi bæði af framkvæmdarfólki og ríki. Ríkið á að draga saman seglin þegar þensla er í hagkerfinu, en bæta í þegar samdráttur er. Nú er ríkið rekið með halla og tilvalið að taka til í eyðslufylliríi ríkisstjórnarinnar, þá peninga mætti nota til að borga niður skuldir þjóðarbúsins, eða laga stöðu Íbúðarlánasjóðs klúðursins sem er alfarið á ábyrgð alþingismanna, en það er önnur saga.
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband