Ríkið heldur áfram að nauðga almenningi!

Eru engin mörk hvernig ríkið getur gengið í vasa fyrirtækja, skattgreiðenda og nú en og aftur í vasa hins almenna lífeyrissjóðsfélaga! Eru alþingismenn sem og ríkisstarfsmenn ráðuneyta aldrei ábyrgir gerða sinna? Hvað er að okkar samfélagi?
Nú hótar fjármálaráðherra að setja Íbúðarlánasjóð á hausinn vegna misvitrar stjórnsýslu og lagagerðar fyrrum þinga. Sumir af þessum flokkum eru en við völd og jafnvel þingmenn sem nú sitja í ráðherrastólum og þingmenn, er þessi arfavitlausu lög voru sett. Þetta sama fólk stillir lánadrottnum upp við vegg, þar sem, verði þeir ekki þægir, þá geri alþingi Íbúðarlánasjóð gjaldþrota með lagasetningu! Jú en og aftur eiga fyrirtæki og almenningur í landinu að axla ábyrgð á stjórnleysi alþingismanna, og hvar er umboðsmaður alþingis, ætlar hann að samþykkja slíkan gjörning?
Við skulum átta okkur á því að þegar lífeyriskerfið var sett á fót, átti innborgun í þá að vera auka búbót launþega, það er að koma sem aukning við ellilífeyri en ekki ölmusa sem ríkinu þóknaðist að endurgreiða til þeirra sem voru komnir á lífeyri. Þá var heldur ekki skilyrt að einhverjir háskóla tindátar yrðu að vera í stjórn sjóðanna og fengju það vald að mega gambla með fjármuni sjóðanna, sem ríkið hefur hertekið með alkyns lagasetningum, gegn hagsmunum þeirra sem greitt hafa í þá. Hvar eru verkalýðsfélögin núna, hvers vegna eru ekki uppreisnarmótmæli á götum borgarinnar, þar sem lífeyrisþegar mótmæla ráni ríkisstjórnarinnar? HVAÐ ER AÐ?
Hver verður réttur þeirra sem hafa tekið lán hjá sjóðnum? Verða lánin gjaldfeld og gerð krafa um uppgreiðslu skulda? Er hér komin en ein leiðin hjá sjálftökuliðnu sem nú stjórna alþingi og sjálftökuliðinu að bjóða upp þau heimili sem þeir náðu ekki í hruninu??????
Íslendingar það er komin tími til að þjóðin vakni, hér er vá fyrir dyrum. Sennilega kemur þessi gjörningur inn á borð allra fjölskyldna, með beinum eða óbeinum hætti. Framsetning Bjarna Benidiktssonar og ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttur sem að sjálfsögðu veit allt um þetta mál, er með öllu ólíðandi og þarf að stöðva. Ríkisstjórn landsins getur ekki sett afkomu og öryggi þjóðarinnar í þvílíka óvissu með slíkum glannalegri framsetningu!
Íslenska þjóðfylkingin fordæmir slík vinnubrögð sem hér hafa verið fram sett, ef einhverjir ráðherrar og eða alþingismenn hafa farið offari, ber þeim að segja af sér. SVONA GERA MENN BARA EKKI!
Mjög sennilega er hægt að leysa þessa stöðu þannig að sem flestir geta farið sáttir frá borði, en til þess þurfa menn að ræða saman áður en sprengjum er kastað út í loftið. Eitt er víst að hagsmunir hins almenna lánþega getur ekki verið fyrir borð borin, þannig á ekki að leysa málin æ ofan í æ!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband