24.10.2022 | 11:03
Er alþingi að hafa Íslendinga að fíflum!
Það er skrítin stað sem er komin upp á Íslandi, nokkrir vakandi einstaklingar hafa vakið athygli á vindmyllugarði fyrir sunnan og austan land sem er alfarið í eigu erlendra kaupahéðna,svo vitað sé. Þar á bæ er verið að gera áætlun sem er þegar komin langt á veg, um 10GW virkjun ( til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690MW) án þess að það fari vitræn umræða um málið á Íslandi. Ekki nóg með það heldur er verið að undirbúa framleiðslustöð í Grímsby á strengjum til Íslands og á þetta að hefjast 2025, það er eftir ca tvö ár! Ég spyr hvar er Orkustofnun, missir utanríkisráðherra buxurnar niður um sig í hvert skipti er hún ræðir við erlenda peningapúka og skammast sín svo að hún nefnir þessi gíkantísku áform, eða er hún að fylla inn í áform fyrrverandi utanríkisráðherra. Landsvirkjun virðist vera eins og stjórnlaus stofnun sem fer sínu fram án þess að landsmenn séu upplýstir um áform sem geta haft verulegar íþyngjandi afleiðingar fyrir fjölskyldur og afkomu þeirra. Græðgivæðing stjórnmálamanna og stjórnenda ríkisfyrirtækja er með eindæmum, þar sem fórnarkostnaður er hinn almenni borgari á Íslandi! Íslendinga krefjast þess að Orkupakki 4 verði ekki samþykkur og við segjum okkur frá sameiginlegri stjórnun orku til handa ESB . Það er komin tími til að stjórnmálamenn tali heiðarlega við landsmenn. Þá er spurningin hvar eru náttúru verndarsinnar sem hrópa sem hæst um verndun náttúrunnar? Þó mengunin sem til kemur af slíkum vindmyllugarði lendi í sjónum þá kemur sú mengun til með að lenda í fiskafurðum okkar og mun sjávarútvegurinn ekki lengur getað státað af hreinleika fiskafurða landsins. Hvar er Sjávarútvegsráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, matvælaeftirlitið og fleiri stofnanir sem hljóta að vita af þessum áformum utanríkisráðherra, en eru greinilega orðnir samstíga þessum áformum en þora ekki að taka upp upplýsta umræðu um þessi voðaverk sem eru á prjónum Utanríkisráðherra! VAKNIÐ LANDSMENN, LÁTIÐ Í YKKUR HEIRA ÞVÍ ÞAÐ VERÐUR EKKI AFTUR SNÚIÐ VERÐI ÞESSI ÁFORM AÐ VERULEIKA! ORKUREIKNINGUR HEIMILANNA MUN HÆKKA UM MÖRGHUNDRUÐ % VERÐI ÞESSI GJÖRNINGUR EKKI STÖÐVAÐUR! Læt hér fylgja eftir upplýsingar um viðkomandi áform! https://cleanenergynews.ihsmarkit.com/research-analysis/-hip-plans-uk-imports-of-power-from-icelandic-floating-wind-pr.html Íslenska þjóðfylkingin hafnar þessum áformum sjálftökuliðsins á alþingi Íslendinga og hafnar að ganga á Íslenskan almenning með fyrirsjánlegar hækkandi álögur! Lifið heil.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.