21.10.2022 | 11:09
Þegar viljinn er kæfður í fæðingu!
Sjálfstæðismenn héldu opin fund í gær þann 20 okt. 2022 þar sem fjalla átti um breytingar tillögu að útlendingarlögum sem og stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki. Það skal sagt strax að ég vorkenni Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í hans einlægu baráttu til að vernda þjóðina, þegar kemur að þessum málaflokki, en hann á heiður skilið fyrir að gera þó heiðarlega atlögu að því ófermdar ástandi sem þegar hefur skapast í útlendingarmálum og á eftir að margfaldast á næstu árum verði ekki neitt að gert!
Beinn kostnaður vegna hælisleitenda mun verða um 10 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt upplýsingum ráðherra. Hér er einungis um beinan kostnað að ræða og má því ætla að við bætist varlega áætlað aðrir 5 milljarðar króna við þennan króa! Þá upplýsti Jón Gunnarsson âað reikna mætti með tvöföldun á næsta ári, það er fyrir beinan og óbeinan kostnað 30 milljarðar króna.
Þá kom einnig fram að ástæða er til að óttast að menning, tunga og lífsgæði muni tapast, verði ekki neitt að gert, því það er verið að tala um fjölda, sem er á við íbúafjölda Vestmannaeyja til og með íbúafjölda Mosfellsbæjar ár hvert. Þetta mun leiða til þess að velferðakerfi það sem byggt hefur verið upp frá stríðslokum, mun falla og ekki verður hægt að sinna öldruðum og öryrkjum, heilsugæsla og sjúkrahús munu verða rekin með mikilli þjónustuskerðingu og svo framvegis.
En samt eru tillögur Jóns Gunnarssonar einungis skeinuplástur á svöðusárið, vegna ótta við stjórnarslit þar sem VG virðist ná öllu sínu fram, en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru eins og aftaníossar í stjórnarsamstarfinu. Hversu lengi ætla alþingismenn sem sjá þetta ske fyrir framan augun á sér að líða þetta rugl, því eins og kom fram á fundinum í Valhöll, verði þetta ekki stöðvað núna verður ekki aftur snúið, Ísland verður land alkyns glæpagengja og lýðs sem ætlar sér að mergsjúga samfélagið en skila engu til baka.
En svo menn misskilji ekki það sem kom þarna fram, að flóttafólk eins og t.d., Úkraínumenn munu að sjálfsögðu vera vel tekið hér heima, sem og aðrir sem eru í raunverulegum slæmum aðstæðum, en efnahagsflóttamenn og afætuskríll þarf að stöðva við landamærin og senda til síns heima.
En það merkilega við allt það er kom fram á fundinum og það sem komið hefur fram í málflutningi Miðflokksmanna, er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar sem skrifuð var 2016 og fengu flokksmenn þvílíkan óhróður fyrir, þessi fasista viðbrögð vinstrimanna eru orðin kunnugleg í dag og hefur nú Jón Gunnarsson fengið blautu tuskuna framan í sig að ósekju, þar sem hann er einungis að standa vörð um samfélagið Ísland.
Lifið heil.
Beinn kostnaður vegna hælisleitenda mun verða um 10 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt upplýsingum ráðherra. Hér er einungis um beinan kostnað að ræða og má því ætla að við bætist varlega áætlað aðrir 5 milljarðar króna við þennan króa! Þá upplýsti Jón Gunnarsson âað reikna mætti með tvöföldun á næsta ári, það er fyrir beinan og óbeinan kostnað 30 milljarðar króna.
Þá kom einnig fram að ástæða er til að óttast að menning, tunga og lífsgæði muni tapast, verði ekki neitt að gert, því það er verið að tala um fjölda, sem er á við íbúafjölda Vestmannaeyja til og með íbúafjölda Mosfellsbæjar ár hvert. Þetta mun leiða til þess að velferðakerfi það sem byggt hefur verið upp frá stríðslokum, mun falla og ekki verður hægt að sinna öldruðum og öryrkjum, heilsugæsla og sjúkrahús munu verða rekin með mikilli þjónustuskerðingu og svo framvegis.
En samt eru tillögur Jóns Gunnarssonar einungis skeinuplástur á svöðusárið, vegna ótta við stjórnarslit þar sem VG virðist ná öllu sínu fram, en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru eins og aftaníossar í stjórnarsamstarfinu. Hversu lengi ætla alþingismenn sem sjá þetta ske fyrir framan augun á sér að líða þetta rugl, því eins og kom fram á fundinum í Valhöll, verði þetta ekki stöðvað núna verður ekki aftur snúið, Ísland verður land alkyns glæpagengja og lýðs sem ætlar sér að mergsjúga samfélagið en skila engu til baka.
En svo menn misskilji ekki það sem kom þarna fram, að flóttafólk eins og t.d., Úkraínumenn munu að sjálfsögðu vera vel tekið hér heima, sem og aðrir sem eru í raunverulegum slæmum aðstæðum, en efnahagsflóttamenn og afætuskríll þarf að stöðva við landamærin og senda til síns heima.
En það merkilega við allt það er kom fram á fundinum og það sem komið hefur fram í málflutningi Miðflokksmanna, er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar sem skrifuð var 2016 og fengu flokksmenn þvílíkan óhróður fyrir, þessi fasista viðbrögð vinstrimanna eru orðin kunnugleg í dag og hefur nú Jón Gunnarsson fengið blautu tuskuna framan í sig að ósekju, þar sem hann er einungis að standa vörð um samfélagið Ísland.
Lifið heil.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.