Eru þetta átrúnaðargoð þeirra er styðja Rússa!

Hjálagt fylgja upplýsingar um þá aðstoðarmenn er hryðjuverkaleiðtoginn Pútín notar til að gera skítverkin fyrir sig. Ath., fyrirsögn í DV, sem er þídd beint af yfirlýsingu Pavel Gubarev sem tók sér héraðsstjóra enbætti í Donetsk, og taldi sig umkomin til að afhenda héraðið til Rússa. Fyrirsögnin er“ Við munum drepa eina milljón eða fimm milljónir- Við getum eytt ykkur öllum“
Þetta er ekki tilbúningur, heldur staðreynd þar sem hann sjálfur setur þetta á Twitter, þar kallar hann Volodymyr Zelenskyy forsteta Úkraínu „afkvæmi Djöfulsins“. Hann fullyrðir að Úkraínumenn séu andsetnir! Hér er myndband af raunverulegu afkvæmi Djöfulsins, þar sem lesa má þýðingu að neðan. https://twitter.com/i/status/1579820810751324160 Ef þetta dugar ekki til fyrir þá Rússadýrkendur sem fylgja hryðjuverkastjórn Rússa þá fylgir hér annar glæpamaður.
Pútín setur Sergey Surovkin yfirhershöfðinga yfir hryðjuverkaárásum Rússa í Úkraínu. Þessi böðull hefur það sér til frægðar unnið að hafa sprengt Aleppo í Sýrlandi til grunna, það er með manni og mús! Engum var hlíft, hvorki konum, börnum, gamalennum né sjúklingum, sem áttu sér enga von um að komast lífs af er sprengjuregnið rigndi yfir borgina, og voru þar einnig notuð efnavopn. Þvílíkan viðbjóð hefur Pútín sér til ráðgjafar og stjórnenda í svívirðulegum árásum nú á Úkraínu. Því miður eru en til menn á Íslandi sem mikla þennan viðbjóð, eins og þeir sem mikluðu Hitler á sínum tíma.
Núna hafa staðið yfir linnulausar sprengjuárásir á borgir vítt um Úkraínu, þar með eru helstu skotmörk Rússa fjölbýlishús, leikvellir, sjúkrahús og allt það sem getur limlest og drepið óbreytta borgara. Þessu verður að linna, Úkraínumenn þurfa nú sem aldrei fyrr að fá sem bestu aðstoð frá þjóðum sem átta sig á því að ef þetta verður gefið eftir munu Rússar ekki láta staðar numið, þeir munu valta yfir allt og alla á blóðugum skónum, nauðgandi, limlestandi og myrðandi alla þá sem þeir ná tangarhaldi á. Það verða engin ríki óhult fyrir slíkri valdníðslu, hvorki í Evrópu né annarstaðar í heiminum, slík er brjálsemin sem hefur heltekið stjórnvöld í Rússlandi.
Íslendingar verða að gera sér grein fyrir að Ísland er ekki og verður ekki óhult, verði þessi vitfirring látin viðgangast. Látum ekki blekkjast af hverskins áróðri hvort heldur hann komi frá Rússum né andstæðingum þeirra, tökum þess í stað upplýstar ákvarðanir.
Guð blessi Úkraínu og alla þá sem þjást vegna þessa tilgangslausa stríðs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband