8.10.2022 | 18:38
Vanhæfir stjórnendur!
Ég sé mig knúinn til að skrifa þessa grein, en ég svaraði grein á Vísi, en var umsvifalaust tekin út. Ég skal eftir fremsta minni skrifa það sem ég setti inn þar, en málefnið var frétt á Vísi „ Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilanna.“ Bíðum nú við, var þessi þétting að eiga sér stað í gær!, eða hefur hún ekki staðið í um það bil tvö kjörtímabíl? Hefur ekki stærsti eigandi OR ekki lagt fram áætlanir sem OR hefur getað gert áætlanagerð sína eftir? Er ekkert samstarf á milli kjörinna fulltrúa meirihlutans í borginni og meirihluta OR, sem meiri borgarstjórnar leggur til til stjórnar OR. Það er ekki eins og það taki nokkrar vikur né mánuði til að skipuleggja nýjar byggingar, rífa þær gömlu ef um það væri og endurbyggja á viðkomandi lóðum. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár!, og nú reyna stjórnendur OR að kenna einhverjum öðrum en sjálfum sér um bilanatíðni kerfisins.
Nei hér er um hreinan slugsuhátt stjórnenda, svo vægt sé til orða tekið, í nágrannalöndum okkar og víðar væri búið að reka fjöldann allan af óhæfu fólki og þar myndu fyrstir fá að fjúka stjórnendur OR og borgarfulltrúar þyrftu að taka pokann sinn, með skottið á milli lappanna! Nei á Íslandi kenna viðkomandi vanhæfir stjórnendur upp með að kenna einhverju svo augljósri vitleysu um, enda allir háskólalærði vitringar. Meira að segja ómenntaðir verkamenn eru með meiri stjórnvisku en þeir sem stjórna þessum stofnunum!
Það er löngu komin tími til að stjórnmálamenn og opinberir stjórnendur fyrirtækja sem eru í almanna eigu, þurfi að axla ábyrgð.
Góðar stundir.
https://www.visir.is/g/20222321654d/thetting-byggdar-ein-helsta-or-sok-tidra-raf-magns-bilana
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.