12.9.2022 | 07:47
Stórsygur SD í Svíþjóð.
Í Svíþjóð er að eiga sér sögulegar niðurstöður í Sænskum kosningum, þar sem Svíþjóðar Demókratar eru orðni næst stærsti flokkur landsins með yfir 20% fylgi. Þetta er ekki aðeins sögulegt vegna þess að Svíar eru að vakna af sínum Þyrnirósasvefni fjölmenningar, heldur að aðrir flokkar hafa hafnað samstarfi við þá, þar til fyrir stuttu sem samstarfsflokk, meira að segja einnig aðrir hægri flokkar. Þjóðin hefur svarað kallinu og vill nú fá flokk sem þorir að taka á málum þjóðarinnar gegn glæpaklíkum, morðum og yfirgangi í krafti fjölmenningar, þar sem hið annálaða frelsi Svía, hefur verið fótum troðið og stjórnvöld hafa ekki gripið í taumanna gegn slíku ofbeldi.
Nú er svo komið að hægriöflin eru komin með meirihluta miðað við væntanlega niðurstöðu kosninga, en eftir er að telja utankjörstaða atkvæði og atkvæði sem berast erlendis frá. Ekki er reiknað með að það breyti miklu, en loka niðurstöður eru áætlaðar á miðviku dag. Þetta er í raun sögulegur atburður og greinilegt að Svíar eru orðnir þreyttir á meðvirkni stjórnvalda, hnignun samfélagsins hefur bitnað á landsmönnum, sem og menning þess er í hættu. Þessar niðurstöður eru enn ein vísbendingin um að vesturlandabúar eru að færast til þeirrar stefnu sem þjóðernishugsjón er sett í öndvegi en ekki fótum troðin af vinstra fólki, sem hefur það að stefnu sinni að brjóta allt niður sem áunnist hefur frá forverum okkar.
Skemmst er frá því að segjast, að breyting sitjandi stjórnvalda í Svíþjóð á kosningaframkvæmd, að fólk geti kosið án þess að aðrir viti hvaða flokk það kysi, mistókst. Svíar hafa greinilega notfært sér það að þurfa ekki að opinbera það hvaða flokk það muni kjósa. Þetta hefur leitt til þess að kosningaþátttaka var í takt við kosningaáhuga Svía sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir aðra flokka sem hafa talað niður SD að þurfa að viðurkenna frábæran kosningasigur SD og jafnvel þurfa að fara í meirihlutaviðræður við flokk sem þeir hafa dæmt að ósekju sem óhæfan til stjórnarsetu, en þjóðin vill greinilega fá til að leiða komandi ríkisstjórn.
Við í Íslensku þjóðfylkingunni höfum þurft að sitja undir svipuðum ummælum annarra flokka, fréttamann sem og vinstra fólks, en vonandi fer fólk hér heima að vakna einnig. Við sjáum umfjöllun fréttamiðla um SD, þegar þeir setja þennan atburð ekki efst á blað en neyðast til að minnast á hann neðarlega í frétta tilkynningum sínum. Þetta lýsir einungis minnimáttarkennd viðkomandi fréttamanna, sem er að vísu vorkunn vegna vinstri villu sinnar.
Nú er svo komið að hægriöflin eru komin með meirihluta miðað við væntanlega niðurstöðu kosninga, en eftir er að telja utankjörstaða atkvæði og atkvæði sem berast erlendis frá. Ekki er reiknað með að það breyti miklu, en loka niðurstöður eru áætlaðar á miðviku dag. Þetta er í raun sögulegur atburður og greinilegt að Svíar eru orðnir þreyttir á meðvirkni stjórnvalda, hnignun samfélagsins hefur bitnað á landsmönnum, sem og menning þess er í hættu. Þessar niðurstöður eru enn ein vísbendingin um að vesturlandabúar eru að færast til þeirrar stefnu sem þjóðernishugsjón er sett í öndvegi en ekki fótum troðin af vinstra fólki, sem hefur það að stefnu sinni að brjóta allt niður sem áunnist hefur frá forverum okkar.
Skemmst er frá því að segjast, að breyting sitjandi stjórnvalda í Svíþjóð á kosningaframkvæmd, að fólk geti kosið án þess að aðrir viti hvaða flokk það kysi, mistókst. Svíar hafa greinilega notfært sér það að þurfa ekki að opinbera það hvaða flokk það muni kjósa. Þetta hefur leitt til þess að kosningaþátttaka var í takt við kosningaáhuga Svía sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir aðra flokka sem hafa talað niður SD að þurfa að viðurkenna frábæran kosningasigur SD og jafnvel þurfa að fara í meirihlutaviðræður við flokk sem þeir hafa dæmt að ósekju sem óhæfan til stjórnarsetu, en þjóðin vill greinilega fá til að leiða komandi ríkisstjórn.
Við í Íslensku þjóðfylkingunni höfum þurft að sitja undir svipuðum ummælum annarra flokka, fréttamann sem og vinstra fólks, en vonandi fer fólk hér heima að vakna einnig. Við sjáum umfjöllun fréttamiðla um SD, þegar þeir setja þennan atburð ekki efst á blað en neyðast til að minnast á hann neðarlega í frétta tilkynningum sínum. Þetta lýsir einungis minnimáttarkennd viðkomandi fréttamanna, sem er að vísu vorkunn vegna vinstri villu sinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslenzka þjóðfylkingin á það skilið að vinna stórsigur eins og Svíþjóðar demókratar, en sigur er að vísu með einföldu-i, þótt það skipti ekki öllu máli. Mér þykir leitt að þegar ég kaus Pírata var ég á móti ykkur, 2016, en þá var mamma alltaf að hrósa ykkur og kaus ykkur og ég var í uppreisnarham. Þá var ég líka undir áhrifum vinstrimanna. Þið hafið sýnt hugrekki og dug og rökfasta stefnu eruð þið með. Aðrir mættu af ykkur læra.
Vonandi kemur sá tími að fólk hætti upphrópunum og skammaryrðum og vinni saman af skynsemi til hægri og vinstri.
Ingólfur Sigurðsson, 12.9.2022 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.