25.7.2022 | 09:30
Þá er komið fram rétta andlit Rússa!
Ef einhverjum hefði dottið það í hug að hryðjuverkasamtökin KGB í Rússlandi hefðu haft eitthvað annað í hyggju en að vanvirða réttmætar niðurstöðu kosninganna í Rússlandi, vegna þess að þeim var það ekki þóknanlegt, þá er Lavrov búinn að kasta klæðunum af þeirri sýn og ættu meðvirkissjúklingar þeirra að fara að opna augun á þeim glæpasamtökum sem þeir styðja.
Lavrov upplýsti nefnilega í Egiptalandi að það myndi ekki vera nóg að hertaka og drepa alla þá sem séu á móti þeirra yfirtöku í austurhluta Úkraínu, heldu skildu þeir ná allri Úkraínu, skipta um stjórn og fólk fengi að kjósa um nýja stjórn undir þeirra hervaldi að þeirra hernaði loknum. Rússar eru glæpasamtök hryðjuverkamanna og verða sennilega alltaf slíkir um ókomna tíð. Því ber að fordæma þá allstaðar og hvergi gefa eftir. Það á að halda áfram að herða sultarólina að þeim, því ef þeir komast upp með slíka ógnarstjórn og yfirgang, þá mun það einnig bíða Eystrasaltsríkjunum, Póllandi, Svíþjóð og Finnlandi svo einhver lönd séu nefnd. Þá skulu þeir sem við hin köllum Rússa sleikjur gera sér grein fyrir því að það er ástæða fyrir því að lönd sækjast eftir að ganga í NATO, það er ekki vegna þess að þau samtök séu svo miklir englar, heldur hitt að helvítið í formi takmörkunar á lýðræði og frjálsræðis er undir járnkrumlu hryðjuverkasamtakanna KGB í Rússlandi. Lavrov og Pútín eru uppaldir undir þessum hryðjuverkasamtökum og munu aldrei breytast, þeirra markmið er valdasýki og munu þeir ekki vera pappírsins virði hvað varðar samninga, né að á sé stólandi heilindi af þeirra hálfu. Það sést best á skotárásinni á útflutningshöfnina sem þeir voru búnir að samþykkja að mætti flytja kornbirgðirnar frá Úkraínu.
Íslendingar ættu að stöðva öll samskipti við Rússa senda sendiherra þeirra heim og kalla okkar samlanda frá Rússlandi þegar í stað. Þetta væru skýr skilaboð án þess að slíta stjórnmálasambandi við þá og myndi hvetja önnur ríki til að feta slíka slóð.
Munum að það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu en ekki öfugt, stríðið er háð í Úkraínu og hafa stjórnvöld í Úkraínu ekki skotið á Rússland þrátt fyrir þann yfirgang og morð á Úkraínum þegnum. Því eiga Íslensk sem og önnur ríki að sína það á borði að þau standi saman gegn slíkum yfirgangi, en vera ekki með einhvern heigulshátt eins og Þjóðverjar og Frakkar hafa sýnt.
Lavrov upplýsti nefnilega í Egiptalandi að það myndi ekki vera nóg að hertaka og drepa alla þá sem séu á móti þeirra yfirtöku í austurhluta Úkraínu, heldu skildu þeir ná allri Úkraínu, skipta um stjórn og fólk fengi að kjósa um nýja stjórn undir þeirra hervaldi að þeirra hernaði loknum. Rússar eru glæpasamtök hryðjuverkamanna og verða sennilega alltaf slíkir um ókomna tíð. Því ber að fordæma þá allstaðar og hvergi gefa eftir. Það á að halda áfram að herða sultarólina að þeim, því ef þeir komast upp með slíka ógnarstjórn og yfirgang, þá mun það einnig bíða Eystrasaltsríkjunum, Póllandi, Svíþjóð og Finnlandi svo einhver lönd séu nefnd. Þá skulu þeir sem við hin köllum Rússa sleikjur gera sér grein fyrir því að það er ástæða fyrir því að lönd sækjast eftir að ganga í NATO, það er ekki vegna þess að þau samtök séu svo miklir englar, heldur hitt að helvítið í formi takmörkunar á lýðræði og frjálsræðis er undir járnkrumlu hryðjuverkasamtakanna KGB í Rússlandi. Lavrov og Pútín eru uppaldir undir þessum hryðjuverkasamtökum og munu aldrei breytast, þeirra markmið er valdasýki og munu þeir ekki vera pappírsins virði hvað varðar samninga, né að á sé stólandi heilindi af þeirra hálfu. Það sést best á skotárásinni á útflutningshöfnina sem þeir voru búnir að samþykkja að mætti flytja kornbirgðirnar frá Úkraínu.
Íslendingar ættu að stöðva öll samskipti við Rússa senda sendiherra þeirra heim og kalla okkar samlanda frá Rússlandi þegar í stað. Þetta væru skýr skilaboð án þess að slíta stjórnmálasambandi við þá og myndi hvetja önnur ríki til að feta slíka slóð.
Munum að það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu en ekki öfugt, stríðið er háð í Úkraínu og hafa stjórnvöld í Úkraínu ekki skotið á Rússland þrátt fyrir þann yfirgang og morð á Úkraínum þegnum. Því eiga Íslensk sem og önnur ríki að sína það á borði að þau standi saman gegn slíkum yfirgangi, en vera ekki með einhvern heigulshátt eins og Þjóðverjar og Frakkar hafa sýnt.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.