Eru ráðamenn þjóðarinnar siðferðilega brenglaðir?


Ég hef ekki tekið fram að þessu, þátt í þeirri umræðu sem varðar dráp á fóstrum, taldi það fram að síðustu löggjöf vera í nokkurri sátt og skinsemi. Nú þegar Hæstiréttur USA hefur dæmt samkvæmt þeirra lögum að fóstureyðingar séu ekki heimilar nema í undanþágu tilvika, þar sem móður og eða fóstri stafar hætta af áframhaldandi meðgöngu sé óheimil, en að slík lög eigi ekki heima hjá alríkinu heldur hjá hverju ríki innan USA.
Fljótlega eftir þennan ótvíræða dóm hæstaréttar USA, kom fram á sjónarsviðið hjá RÚV rýnir, sem er og hefur alltaf verið pólitískt hliðholl Demokrötum og upplýsti að þessi dómaniðurstaða væri afleiðing fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna þess að hann hefði skipað meirihluta hæstaréttar USA í valdatíð sinni. Hvergi minntist hún á umdeilda dóma sem hafa fallið gegn stefnu Trumps eða Republikanna, vegna þeirra sömu skipanna dómara og nú eru. Þetta er einstrengilegur áróður vinstrimanna, þar sem öllum óhróðri er leift að líðast gegn öðrum en bara ekki þeim.
En mér áður brá, en nú var mér öllum lokið, er forsætisráðherra og forseti landsins gáfu út sínar yfirlýsingar. Forseti landsins sendi Twitter færslu „ Milljónir hafi í dag glatað frelsinu til þess að stjórna eigin líkama og framtíð“ Forsætisráðherra „ Mikil vonbrigði og sársaukafull að sjá hæstarétt Bandaríkjanna hnekkja # RoeVsWade. Við ættum að auka réttindi kvenna, ekki takmarka þau.“
Hvergi minnast þessir einstaklingar á ófætt barnið í móður kviði, sem er tekið út með skröpun og eða niðurbrytjað. Hvergi er ábyrgð konunnar, sem getur notað getnaðarvarnir og eða þess sem veitti getnaðinn í þessu ferli. Eru hugmyndir þessara aðila jafnvel sá, að konan geti fargað barninu fram yfir fæðingu, vegna þess að hún eigi þess rétt að ráða frelsinu og framtíð sinni! Er ekki komin tími til að staldra aðeins við og gera þær kröfur til fullorðins fólks að það axli ábyrgð, líka á eigin líkama og greddu. Hvergi minnast þau á fóstrið, barnið né rétt þess einstakslins, hver er réttur þess til lífs.
Ég er ekki að tala um nauðganir, né ef fóstur sem er ekki lífvænlegt til heilbrigðs lífs, þar ættu að vera nóg 12 vikna meðganga til ákvörðunar. Fullorðið fólk á að axla ábyrgð þó svo að viðkomandi sé kona!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Umræddur Hæstaréttardómur serist bara alls ekkert um hvort fóstureyðingar væru heimilar eða ekki.

Hann fjallaði eingöngu um hvort það væri stjórnarskrárbundinn réttur þungaðra að geta rofið meðgöngu.

Niðurstaðan var að dómararnir töldu svo ekki vera. Hvert ríki Bandaríkjanna geti því ráðið þessum málum í sinni eigin löggjöf.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2022 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband