Svo öllu sé haldið til haga!

Á síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar er réttmæt athugasemd frá Helga Helgasyni, þar sem allir vilja fá alt frá ríkinu „það er skattborgurum landsins“, en hirða rjómann af flotinu.
Undir þessari grein er nokkrar góðar athugasemdir, sem gefa mér efasemdir um allan þann gróða sem ferðaþjónustan skilar í þjóðarbúið. Jú veltuaukning með erlendan gjaldeyri er gífurlegur, en það sem verður eftir er ef til vill minna en við áætlum. Ferðaþjónustan er rekin á erlendu vinnuafli, sem fer með megin afrakstur sinn til síns heima það er erlendis aftur. Rétt er að ríkið fær tekjur af orkunotkun þeirra bifreiða sem þessir útlendingar leigja en hluti þess það er bensín og eða olía, afskriftir bifreiða sem og slit vega og viðhald þeirra er hvergi tekið inn í dæmið. Þá hefur ríkið þurft að styrkja þennan iðnað það er ferðaþjónustuna um ómældar upphæðir, þurft að byggja upp samgöngu og aðra opinbera þjónustu sem aldrei er tekin inn í þessa jöfnu, þar er helst að nefna aukna löggæslu auk heilbrigðis og slysaþjónustu og svo engu sé gleymt alla þá fjármuni sem fara í stígagerð, og aðstöðu á ferðamannasvæðum, sem ríkið fjármagnar.
Ég geri mér einnig grein fyrir að byggingarþensla sem er unnin einnig að verulegu leiti með niðurgreiddu erlendum nútíma þrælahaldi, þar sem stærsti hluti launa fer einnig erlendis, er tilkomin af ferðaiðnaðinum. Hækkun íbúðaverðs og ýmissa gjalda hafa flætt yfir þjóðina, þar sem hinn almenni Íslendingur er fórnarlamb græðgivæðingar ferðamannaiðnaðarins og kaupahéðna. Ég tel að ríkisstjórnin ætti að fara hægar í hlutina, þannig að það sé um raunverulega arðsemi af þessari þenslu sem alþingi hefur leift að eiga sér stað. Þá er ég ekki að tala um að við eigum ekki að virkja alla þá möguleika og þar með ferðamannaiðnaðinn, sem auka hagsæld á Íslandi, en hún þarf að vera raunhæf.
Það er nefnilega ekki sama á Íslandi hvernig rekstur þú hefur undir höndum, gæluverkefni alþingis er hampað á meðan önnur er níðst á með sköttum og öðrum gjöldum, það er almenningur og fyrirtæki sem ekki njóta verndar eru nútímaþrælar alþingis og þetta kjósum við yfir okkur aftur og aftur!
Ég geri mér grein fyrir að ferðamannaiðnaðurinn er jákvæð fyrir land og þjóð, en hún er ekki sú gullgæs sem menn vilja vera að láta. Hér þarf að gera heildar úttekt á raunvirði þessara svonefndu tekjulindar sem gæti verið nokkuð súr þegar niðurstöður liggja fyrir. Menn mega ekki gleyma því að sé viðkomandi tekjulind einungis fyrir fámenna auðmenn, en almenningur blæði, er fnykur að henni.
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband