5.6.2022 | 11:16
Við megum drepa ykkur, en þið megið ekki verja ykkur!!!!
Þetta eru skilaboð Pútíns Rússlandsforseta, til heimsbyggðarinnar. Ætli þetta sé einnig yfirlýsing til annarra þjóða, við ætlum að drepa ykkur útrýma ykkar menningu, en ef ykkur dettur það í hug að reyna að bjarga eigin þjóð með því að verja ykkur með aðkeyptum vopnum, munum við einnig drepa þá sem selja ykkur vopnin. Þvílíkur málflutningur hjá þjóðarleiðtoga eins af svokölluðu stórveldi heimsins!!!
Það er löngu komin tími til að lækka eilítið rostann í leiðtogum Rússlands. Það kann að vera tímabundin átök en það er ekki ásættanlegt að slíkir egóistar haldi að þeir geti kúgað þjóðir heims með slíkum yfirlýsingum. Þjóðir heims eiga að senda sendiherra Rússlands heim til sín, og þar með sýna Rússum það, að þau 141 ríki sem fordæmdu innrásina eru ekki tilbúin að sætta sig við yfirgang af þessu tagi. Við erum komin á tuttugustu og fyrstu öldina, það er engin hræddur við kúgunarvald Rússa, þeir eru greinilega ofmetnir hvað varðar hernaðarlega getu sína, sem og að þeir séu eitthvert lykilríki í dag. Þeirra verður minnst sem smámenni með valdahroka þar sem egóið er meira en innistæðan.
Það er löngu komin tími til að lækka eilítið rostann í leiðtogum Rússlands. Það kann að vera tímabundin átök en það er ekki ásættanlegt að slíkir egóistar haldi að þeir geti kúgað þjóðir heims með slíkum yfirlýsingum. Þjóðir heims eiga að senda sendiherra Rússlands heim til sín, og þar með sýna Rússum það, að þau 141 ríki sem fordæmdu innrásina eru ekki tilbúin að sætta sig við yfirgang af þessu tagi. Við erum komin á tuttugustu og fyrstu öldina, það er engin hræddur við kúgunarvald Rússa, þeir eru greinilega ofmetnir hvað varðar hernaðarlega getu sína, sem og að þeir séu eitthvert lykilríki í dag. Þeirra verður minnst sem smámenni með valdahroka þar sem egóið er meira en innistæðan.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og ég sem hélt alltaf að við værum heppin að hafa Pútín en ekki einhvern oftækisfullan brjálæðing við völd í Rússlandi!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.6.2022 kl. 12:08
þrátt fyrir megnustu andstyggð á drápum,kann ég betur við hreindkilni þeirra sem gjalda auga fyrir auga,heldur en lymskulegar árásir á almúga heims
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2022 kl. 12:42
Sigurður I.B. Guðmundsson.
Ég get tekið undir það sem þú segir, ég hafði mikla trú á Pútín, en það er löngu farið. Ég hélt meira að segja að hann hefði skilið við KGB uppeldið sitt, og viljað leiða þjóð sína til samstarfs á meðal Evrópu þjóða, þó svo að hann myndi ekki vilja ganga í ESB. Því miður er hann að leiða eigin þjóð til glötunar í mannlegum samskiptum á meðal þjóða, þar sem erfitt verður nokkur tíma hægt að treysta neinu sem kemur frá Kreml, slíkir samningar eru um ókomna tíð marklaus plögg.
Guðmundur Karl Þorleifsson, 5.6.2022 kl. 20:01
Helga Kristjánsdóttir. Ég er algjörlega á moti voðaverkum hvernig þau séu framin, hverjir fremja þau og í hvaða tilgangi. Stórveldi eiga ekki að hafa leyfi til að fremja slíka glæpi gegn mannkyni, né þjóðum og þjóðarbrotum, við eigum að vera það skinsöm á tuttugustu og fyrstu öldinni að vera komin yfir þetta valdaskeið mannvonskunnar. Litlar þjóðir sem eru eins og við Íslendingar, hljóta að standa með Úkraínu í þessu hryllilega stríði, því Rússar hafa sínt að þeim er ekki treystandi og hafa verið með skip innan 12 mílna landhelgi landsins. Það þyrfti ekki meira en að ýta á takka til að rústa landinu. Því er það mikilvægt sem aldrei fyrr að vera í varnasamstarfi, sé það virkt, en ekki eilífðar útursnúningar og fundahöld hvort og hvenær eigi að vernda lönd innan sambandsins. Þar þarf að setja skírari línur í samskiptum okkar við NATO.
Guðmundur Karl Þorleifsson, 5.6.2022 kl. 20:08
Góður pistill. Rússneski herinn er núna stærstu hryðjuverkasamtök í heiminum, hafa velt ISIS úr efsta sætinu.
Theódór Norðkvist, 5.6.2022 kl. 21:51
En er einhver hræddur við kúgunarvald ESB eða Bandaríkjanna eða vestrænna ríkja, Guðmundur Karl? Ég hélt að íslenzka þjóðfylkingin stæði fyrir að vera ekki í ESB eða erlendum hernaðarbandalögum, sjálfstæði að minnsta kosti. Ertu að reyna að hífa upp fylgi flokksins með því að vera á móti "einræðisherrum", svonefndum? Þetta er einfölduð mynd. Ástandið er ekki fullkomið í vestrinu heldur.
Rússar eru eitt mesta kjarnorkuveldi í heimi. Svona kjaftháttur er heimskulegur. Pútín hefur einmitt sýnt það hingað til að hann er ekki brjálæðingur, hann notar hefðbundin vopn. Það eru vesturlönd sem hafa ögrað Rússum með því að koma inn leppstjórn í Úkraínu. Þar er heimsvaldastefnan allt að drepa.
Ef þau á RÚV verða ekki ánægð með svona trú á þeirra falsfréttum og innrætingu, þá veit ég ekki hvað. Nema fylgi á RÚV nægir ekki til að stækka flokkinn.
Femínistar eru stærstu hryðjuverkasamtök í heiminum.
Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2022 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.