Aumingjaskapur og gagnlaus samtök SÞ

Þegar stjórnmálamenn geta ekki kallað hlutina réttum nöfnum, eiga þeir að víkja. Þetta á sér stað endurtekið hjá SÞ, enda samansafn af bíókrötum. Ný yfirlýsing ber þess merki að þar séu huglaust fólk sem læðist með veggjum, saman ber yfirlýsingin er varðar stríðið á milli Rússlands og Úkraínu. Að kalla stríðið „ÁTÖK“þar sem tugir þúsunda falla í valinn og milljónir eru á flótta er hræsni!, svo vægt sé tekið til orða. Hér er um hreint stríð að ræða þar sem Rússar eru innrásaraðilinn og Úkraína fórnarlambið. Hér eiga sér átök þar sem stórveldi ræðst á mun minna samfélag og umheimurinn horfir á, aðgerðalausir eða í mesta falli aðgerðalitlir. Yfirlýsingar á borð við þá, er kom nú frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, er þvílíkur aumingjaskapur sem engu tali tekur. Að það skuli ekki búið að reka Rússa úr ráðinu!, er annar aumingjaskapur.
Það er komin tími til að svokölluðu stórveldi verði gerð grein fyrir því að yfirgangur þeirra er ekki líðandi á tuttugustu og fyrstu öldinni, sá tími er liðinn. Það segir meira en nokkur orð fá lýst, að 142 ríki innan SÞ hafa fordæmt Rússa fyrir að hefja þetta stríð. Ef þetta verður látið viðgangast, er verið að leyfa svokölluðu stórveldum, að það sé í lagi að ráðast inn í ríki og hernema þau, myrða konur og börn og leggja samfélög í auðn, því það þorir engin að stíga niður fæti. Er það sá heimur sem fólk vill lifa í og láta verða eftirmála sinn til afkomenda sinna.
Við Íslendingar!, skulum einnig gera okkur grein fyrir því, að Rússar beina tveim skotflaugum á Ísland með fullkomnum gereyðingarvopnum innan borðs, það þýðir að ekkert líf yrði á þessu landi ef því yrði beitt. Hér á landi er fólk sem fylgir Rússum eins og á stríðsárunum þegar menn sem fylgdu Nasistum, munurinn var eingöngu sá að Nasistar vildu byggja upp Ísland en ekki eyða því. Að fylgja slíkum hryðjuverkamönnum svo ekki sé talað um ofangreinda ógn, finnst mér skrítin nálgun, því ég veit að margir þeirra sem aðhyllast öllu er Rússar aðhafast eru skinsamt fólk. En þarna getur gömul fylgni með Rússum ráðið afstöðu, sem og sumir hafa verið tengdir þeim eða eiga í viðskiptum við þá. Þá skulum við ekki vera svo blind að þetta á einnig við vestrænar þjóðir er hafa talið sig vera að verja svokallað lýðræði, en beitt alkyns bolabrögðum, samanber Arabíska vorið svo eitthvað sé nefnt.
Sérhvert ríki á að hafa sjálfákvörðunarrétt hvernig þeir hyggjast haga sínum málum, þar með talið öryggis og varnarmál. Afskipti annarra þjóða eiga að vera sem minnst, ein af fáum undantekningum um afskipti er ef um þjóðernishreinsanir er að ræða. Eftir sem áður þarf að fara varlega þegar íhlutun er við höfð. Ekkert ríki hvort heldur er svo kallað stórveldi eða hvað annað ríki, hefur heimild til að ráðgast með hvernig stjórnarfar, trúarmál né önnur innanríkismál eru viðhöfð innan annarra ríkja. Stöndum sameinuð um menningu og sjálfákvörðunarvald ríkja, höfnum afskiptum sem gerðar eru í tilgangi kúgunar.
Setjum ný viðmið á nýrri öld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband