28.3.2022 | 09:47
Hversu lágt geta fréttamenn fjölmiðla sokkið.
Ég er nú ekki neinn aðdáandi verlaunaafhendinga, hvað þá er varðar kvikmyndageirann. En nú varð bleik brugðið, hver er fyrirsögnin á þessari annars ágætu hátíð listamanna úti í Bandaríkjunum, Jú!, âVerst klæddu konurnar á Óskarnum síðan kom að vísu â Best klæddu konurnar á Óksarnum Eiga Íslenskar konur eftir að sjá svipaða um sögn um konur á Eddunni? Hvar var umfjöllunin um best og verst klæddu karlmenn á viðkomandi hátíð, bara spyr? Er ekki nóg að gera þeim hátt undir höfði sem skara framúr án þess að niðurlægja þá sem ekki eru vel til fara á viðkomandi samkomum? Var ekki nóg um að tala, eða skildi ef til vill fréttamaðurinn ekki betur ensku þannig að hann þurfti að lepja upp níðskrif af erlendum fréttamiðlum.
Ég skrifa þetta bara út af því að mér fellur ekki fréttamennska sem þessi, þarna var um nóg að skrifa um á jákvæðum nótum, sem dæmi að myndin sem var valin besta myndin, skartaði ekki bestu leiklistamönnunum. Þarna er mikil breyting á, þar sem myndir sem hefur verið valin besta myndin, hefur að öllu jafnan haft flesta leikaranna og tæknilið sem verlaunahafa einnig. Hér er því um stór merkan atburð að ræða. Þá var uppistand er einn af gestum salarins rauk upp á svið og kýldi kynnin, vegna þess að honum þótti hann gera lítið úr konu sinni, og þannig mætti lengi telja. Mér finnst fréttaflutningurinn vera komin í fb-stíl í stað þess að gera þessum viðburði sjálfstæða umfjöllun skil, því það er augljóst að margir fylgjast með honum.
Ég skrifa þetta bara út af því að mér fellur ekki fréttamennska sem þessi, þarna var um nóg að skrifa um á jákvæðum nótum, sem dæmi að myndin sem var valin besta myndin, skartaði ekki bestu leiklistamönnunum. Þarna er mikil breyting á, þar sem myndir sem hefur verið valin besta myndin, hefur að öllu jafnan haft flesta leikaranna og tæknilið sem verlaunahafa einnig. Hér er því um stór merkan atburð að ræða. Þá var uppistand er einn af gestum salarins rauk upp á svið og kýldi kynnin, vegna þess að honum þótti hann gera lítið úr konu sinni, og þannig mætti lengi telja. Mér finnst fréttaflutningurinn vera komin í fb-stíl í stað þess að gera þessum viðburði sjálfstæða umfjöllun skil, því það er augljóst að margir fylgjast með honum.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.