Er ekki í lagi með Íslendinga!!!

Ég skal viðurkenna það að ég er orðlaus, en get þó en skrifað um þann fáránleika að fólk hafi safnast niður á Austurvöll til að mótmæla skýrslutöku lögreglu á fjórum fréttamönnum sem hafa stöðu „ salbornings „ takið eftir ekki vitnis! Ég tek aftur á móti hattinn ofan fyrir þeirri ungu hugrökku konu sem er lögreglustjóri á Austurlandi, að leita að sannleika máls sem varðar aðför að lífi og heilsu einstaklings. Jú við erum að tala um lyfjabyrlunina, sem var næstum búin að leggja Pál skipstjóra í gröfina, til þess eins að þagga niður í honum og ræna hann síma, brjótast inn í hann og stela persónulegum upplýsingum, er ef til vill gætu nýst fréttamönnum, sem eru andvígir einu fyrirtæki er þeir vilja eyðileggja og þar með störf fjölda starfsmanna þess fyrirtækis. Það kann vel að vera að viðkomandi fyrirtæki hafi eitthvað til saka unnið eða misnotað stöðu sína, en „ com on „ er menn tilbúnir að deyða starfsmann fyrirtækisins til að ná tilætluðum árangri.
Getur verið að viðkomandi frétta menn sjái sér leik á borði, að ef þeir komist upp með þetta, að nauðgunarlyf verði gefin frjáls vegna þess að þeir þurfi á þeim að halda til að svæfa menn svo þeir komist yfir upplýsingar í nafni upplýsinga til almennings? Hvernig datt mönnum á borð við Kristinn Hrafnsson ritstjóra Wikilekas að verja þessa háttsemi rannsóknarblaðamanna, og bendla lögreglustjóra við Samherja, á hvaða plani er Kristinn, eða er hann ekki allur þar sem hann vill vera að láta? Ætla öfgakenndir blaðamenn virkilega að gera út af við rannsóknarblaðamenn, sem eru nauðsyn allra landa, með að löggjafinn verði nauðbeygður til að skerða þeirra rétt til gagnaöflunar, vegna þess að þeir kunni ekki með frjálsræðið að fara, heldur fótum troði það.
Fréttamennska á Íslandi má aldrei detta niður í þann drullu daun, að ekki verði hlustað á það sem þeir hafi að segja, því ber að verja lögregluna sem er að upplýsa mál eftir bestu réttarleiðum, en hafna drullukasti ákveðinna stjórnmálaflokka sem á þingi sitja, og þeirra eina markmið er að brjóta niður Lýðveldið Ísland. Skömmin sé þeirra er sóttu fundinn á Austurvelli þann 19 Febrúar 2022, þetta er fólkið sem vill upplausn í þjóðfélaginu og geta farið að eigin leikreglum, hvort þær séu réttar eða rangar.
Það er komin tími til, að þingmenn setjist niður og endurskoði það regluverk sem leiddi til að fréttamenn séu yfir lög og reglur hafnir. Það er greinilegt að þeir kunna ekki með frjálsræði að fara, því þarf að kippa í spotta og laga þetta svo ekki fari verr við næstu gagnaaflanir.
Vonandi reynast fréttamennirnir saklausir, en aðför fréttamiðla og þingflokka að lögregluembætti austurlands þarf að fordæma, svo aðrir telji sér ekki leyfilegt að í nafni opinberunnar upplýsinga til almennings, geti þeir framið þjófnað, beitt eitrun svo viðkomandi veri óvígur eða jafnvel dauða. Hér er um grafalvarlegt mál er þarfnast lausnar í gegnum lögregluembættið, þó við getum deilt um þessi mál á síðum blaðanna, þá leysir það engan vanda né kemur með ásættanlega niðurstöðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband