11.12.2021 | 11:54
Kolefnisspor Íslendinga flutt til Svíþjóðar!
Loksins hefur þjóðin vaknað af værum blundi sýndarmennskunnar! Íslenska þjóðfylkingin hefur bent á þessa hræsni undanfarin ár, án mikilla undirtekta í samfélaginu, en nú hefur þetta málefni verið endurvakið af Stundinni að hluta. Það er nefnilega fréttin af endurvinnslunni hjá fyrirtækinu Swerrec í Svíþjóð, sem hefur verið túlkuð sem endurvinnslustöð á plasti. Raunin er samt sú að plastinu hefur verið safnað í stórar skemmur það pakkað í gáma sem hafa verið fluttir til Asíulanda, þar sem úrganginum það er plastinu í þessu tilfelli hefur verið sturtað í sjóinn og er hluti af stærðar flákum sem mynda stórar plastmengunareyjar í Kyrrahafi! Einungis lítið brot hefur farið í endurvinnslu, þar sem Swerrec telur það ekki svara kostnaði að flokka plastið enn frekar, og hagnaðurinn er meiri að senda þetta með kolefnismengandi skipaflutningum til landa þar sem lítið eða ekkert eftirlit er með förgun spilliefna og úrgangs. Þá er ekki með talið kolefnissporið sem er af flutningum innan Íslands við söfnun þessa plastúrgangs sem og flutningurinn til Svíþjóðar.
Þetta á sér líka stað við förgun pappa sem er einnig fluttur út til Svíþjóðar, en er þar notaður til brennslu í sorpeyðingarstöðvum. Þetta benti Íslenska þjóðfylkingin á þegar átak Íslenskra umhverfissinna og ríkisstjórnarinnar var við að loka sorpbrennslum á Íslandi, sem voru staðsettar víða um landið og þjónuðu sínum tilgangi ágætlega, nei þess í stað var þeim lokað og viðkomandi úrgangur fluttur til Reykjavíkur sem síðan var sendur til Svíþjóðar og brenndur eins og að ofan greinir. Hvort ætli sé vistvænna!, ég bara spyr?
Allar þessar upplýsingar hafa verið opinberar um alllangt skeið, og forráða menn sveitafélaga sem og stjórnendur Sorpu alltaf viðtað um. Almenningur hefur verið skattlagður aukalega til að mæta þessum kostnaði eyðingarinnar, á meðan frammámenn þjóðarinnar og sveitastjórnarmenn hafa baðað sig í falsljóma snyrtimennsku og bruðls sem í reynd er á falsi byggt.
Er ekki komin tími til að ráðamenn þjóðarinnar endurskoði úrgangseyðingu og endurvinnsluáform, með heildar tilliti til losunar mengunar, það á jafnt við um úrgangsmengun. Það gæti falist í endurreisn brennslustöðva eða aðrar lausnir sem myndu henta til langframa. Núverandi stefna þjóðarinnar er eins og íbúi eins húsnæðis þrífi heima hjá sér og varpi úrganginum í íbúð nágrannans, brosi sínu breiðasta því hann sé svo heilbrigð og þrifin manneskja. Þessu þarf að linna, þjóðin þarf að axla ábyrgð á eigin sóðaskap og úrgangi, það er ekki vandamál annarra þjóða!
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.