Er Guðmundur Ingi Guðbrandsson hæfur sem ráðherra?

Hvernig er hægt að treysta ráðherra sem situr í starfstjórn og beitir vafasömum aðferðum til að knýja fram vandráðsatfannir á síðustu klukkustundum í starfi, sem eru hans persónulegu áhugamál, og kosta þjóðfélagið fjölda milljóna, án þess að ræða það við sitjandi starfstjórn. Er hægt að líða slíka umdeilda hluti í stjórnaráði landsins, er viss um að ef slíkt hefði komið fyrir hjá nágrannaríkjum okkar sem við helst viljum bera okkur saman við, væri viðkomandi ráðherra búin að setja af sér og að forsætisráðherra landsins Katrín Jakobsdóttir skuli líða þetta af samflokksmanni sínum, sýnir einungis að hún er hlynnt slíkum stjórnarháttum.
Það er sem sagt þegar komin falleinkunn á nýja ríkisstjórn, taki hún ekki á slíkum málum. Ég held að öllum sé það ljóst að Guðmundur Ingi er ekki maður sem á að stjórna einu né neinu, hvað þá að vera ráðherra. Í svona tilfellum ætti forseti Íslands Hr. Guðni Th. að kalla Katrínu Jakobsdóttur á sinn fund til áminningar vegna forkastalegrar hegðunar ráðherra í ríkisstjórn sinni. Að öðrum kosti verði hann að gera tillögu um að þing verði rofið og efnt til kosninga, en utanþingstjórn taki við völdum að þangað til. Slík ættu skilaboðin að vera!
Það er deginum ljósara að starfstjórn bera að leysa brýnustu mál, þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum, en sitjandi ráðherrar reki ráðuneytin einungis eins og fellst í orðinu „starfstjórn“ en taki ekki ákvarðanir sem geta bundið hendur þeirra ráðherra sem við taki. Ef þetta fordæmi verður látið óáreitt, er komin leið til handa ráðherrum sem eru að fara úr embættum, til að misbeita valdi sínu á óeðlilegan hátt og geta skaðað samfélagið allt verulega.
Formaður ÍÞ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband