12.11.2021 | 09:33
Er allt í lagi að svindla, sé það gert á ábyrgan hátt!
Nú er kjörnefnd alþingis en og aftur að skoða vanvirðingu yfirkjörstjórnar í NV kjördæmi gagnvart kjósendum. En og aftur finna þeir brotalöm í framkvæmd kosninganna, en gefa það út að þeir sjái ekki að það hafi breitt neinu. Þá er spurningin sem vakar hjá almenningi í landinu eftir yfirlýsingu sem yfirmaður eftirlitsnefndar lét frá sér í fréttum í gær, og var hægt að lesa út úr, að hér væri bara svindlað á mjög ábyrgan hátt!.
Nú skulum við staldra aðeins við, upp hefur komist að það er allt í molum hvað varðar framkvæmd kosninganna í við komandi kjördæmi, talning, flokkun og eftirlit ekki eftir reglum samkvæmt kosningarlögum, endalaust rugl. Er þá bara í lagi að brjóta lög sé það gert á ábyrgan hátt og það af opinberum starfsmönnum sem var treyst til að gæta alls lögmætis við viðkomandi framkvæmd. NEI!
Ég held að nefnd sú sem gefur út kjörbréf hljóti að komast að þeirri siðferðislegu niðurstöðu að kjósa verði aftur, annað hlýtur að rýra álit á kosningum til alþingis og gefa einnig leifi til þeirra sem með eftirlit slíkra framkvæmda fara, það er að brjóta lög og hagræða niðurstöðum að eigin geðþótta. Hér þarf að stíga fast til jarðar og sýna almenningi að slíkt verði ekki látið viðgangast.
Einnig er ljóst að ekki er hægt að gefa út kjörbréf á Birgi Þórarinsson, þar sem hann var uppvís að hafa með ásetningi blekkt kjósendur í nýliðnum kosningum, enda hefur hann ekki enn fengið kjörbréf.
Slík skilaboð sem ég nefni hér að ofan frá Kjörnefnd alþingis, myndi setja stjórnarfar og alþingi í trúverðuglegri stöðu gagnvart almenningi í landinu, sem og um heim allan. Það myndi styrkja trúverðugleika þjóðarinnar, og bæta ímynd lýðræðis.
Formaður ÍÞ
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar hefur Birgir fengið kjörbréf útgefið af yfirkjörstjórn, en kjörbréfanefnd Alþingis á eftir að skera úr um gildi þess eins og kjörbréfa annarra þingmanna.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2021 kl. 15:58
Það lítur út fyrir að verið sé að teygja lopann til að geta svo valið þá leið sem er stjórnvöldum þóknanlegust.
Svona með augum almúgamannsins, þá eru bara 2 leiðir í málinu,
1. Fyrsta talning gildi þar eru kjörgögn óspillt og enn lögleg en kannski einhverjir smá vankantar á talningu.
2. Endurkoskning í Norðvestur-kjördæami.
Því eftir að kjörstjórn í NV yfirgaf talningarstað með kjörgögnin óinnsigluð, gegn því sem lög mæla fyrir um meðferð kjörgagna og
sannanlegu rápi starfsfólks og mögulega gesta hótelsins um húsrýmið þar sem óinnsigluðu kjörgögning lágu
þá hlýtur lögmæti kjörgagnanna þar með að hafa spillst, og gidlir einu hvað þessi nefnd fer margar ferðir til að hræra aftur og aftur í þeim.
Guðmundur Lögfræðingur veit meira um þetta en ég og upplýsir okkur vonandi ef tilfinning mín fyrir þessu er röng.
kv hrossabrestur
Hrossabrestur, 12.11.2021 kl. 18:00
Hrossabrestur, þetta er í rétta átt hjá þér. Mér sýnist reyndar nr. 1 ekki koma til greina því fyrir liggur að sú talning var röng. Þá er uppkosning eini möguleikinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2021 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.