2.11.2021 | 11:27
Ógn við ímynd Íslands!
Það er greinilegt að misvit stjórnvöld, sem eru með glýju í augunum yfir rafvæðingaráformum sínum í samgöngum, eru á rangri leið. Svona til að kóróna vitleysuna vill ég benda á grein frá Danmörku. "Garantin för en elbil gäller i 8 år eller 16000 mil. Att byta batteri på en elbil kostar runt 200000 dkkr, ( 4.056.000Iclkr. )+ arbete. Ingen kommer vilja köpa en begagnad elbil när garantitidens slut närmar sig. Marknaden kommer svämma över runt 2028 på elbilar som ingen vill ha och som kostade 600000dkkr. ( 12.168.000 iclkr. )bara 8 år tidigare. Tånk på det ni som går i elbilstankar."
Lauslega þýdd"
Ábyrgðin á rafbíl gildir í 8 ár eða 16000 mílur. Að skipta um rafhlöðu á rafbíl kostar um 200.000 dkkr, (4.056.000Iclkr. + Vinna. Enginn mun vilja kaupa notaðan rafbíl þegar lok ábyrgðartímans nálgast. Markaðurinn mun flæða yfir um 2028 á rafbílum sem enginn vill og sem kostaði 600000dkkr.( 12.168.000 iclkr.) Aðeins 8 árum fyrr. Hugsaðu um hvað þú ert að gera, ef þú ætlar í rafbílatönkum..
Ætli ríkið ætli að niðurgreiða rafgeymana á kostnað þjóðarinnar, til að geta sýnt sig á alþjóðamörkuðum vitleysunarinnar. Þá vill ég að auki benda fólki á að hér eru ekki ofurháir tollar Íslenska ríkisins á rafgeymum þannig að þetta mun bara vesna til samanburðar við lífeldsneyti eða aðra vistværna orkugjafa.
Hvað ætli verði margir ferkílometrar af landi sem fara undir þennan óenurnýtanlegu samgöngutæki, sem núverandi ríkistjórn leggur ofur áherslu á að innleiða. Verður þetta eins og í Frakklandi og víðar, að beitarlönd verði tekin undir þennann mengandi ófögnuð, þar sem umhverfissinnar studdu þá tillögu til að sporna við afgasi búfénaðs, en vilja að allur þorri heimslins lifi á grasi svo þau geti tekið við af beljunum í framleiðni á mengandi afgasi . Hér er á ferðinni vanhugsaðar áherslur í umhverfismálum, þó svo að Norðmenn og Íslendingar geti státað sig að minni lofmengun út af vistvænni frumframleiðslu orkunnar í samgöngur, þá er og verður rafgeymabíllinn aldrei lausnin á þessu vandamáli. Kostnaðurinn og tæknin sem til þarf að eyða þessu mengandi bifreiðum er slík og ekki væntanleg nein lausn sem yrði ódýr í sjónmáli, þannig að vitringarnir á þingi með umhverfistrúðinn fremstan í flokki ættu að huga aðeins hvert þau stefna!¨og hætta vera í hlutverki “ nýju fötin keisarans”
Lifið heil.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíð spenntur eftir áliti umhverfisvatíkansins þegar byrjað verður að henda Teslunum á haugana. Sennilega verður gefið út aflátsbréf á það þótt úrgangurinn sé 10 sinnum verri en af venjulegum bílum.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2021 kl. 15:07
Þetta á eftir að verða þvílík holskefla, en vesturlandabúar hafa haft ráð við slíku og þar ekki síst VG, það er að flytja ruslið út til Asíulanda og láta þá um förgunina, þó svo að þeir vit að slíkt rusl fer í sjóinn. Nú stendur yfir í Noregi björgunarleiðangur til að farga kvikasilfri sem er í kafbát fyrir utan strönd Noregs, þar þarf ekki nema eitt hylki að gefa sig til þess að fiskimið Noregs verða ónýt að mestum hluta, þar sem kvikasilfrið mun dreyfast um stórt svæði áður en það hverfur niður í jarðveginn og mun valda mestu mengun sem Norðmenn hafa þurft að takast á við. Meira að setja olíuslysin sem hafa orðið víða um heim er jól og páskar í samanburði við þessa ógn. Geymarnir í því magni sem verða fluttir til Asíulandanna til förgunnar með sína þungmálma verða síðan helmingi verri hvað varðar mengun í fiski og sjávardýrum, svo ekki sé talað um kóralrifin. Því er það einungis heimska ráðamanna sem og hræsni VG með meðhlæendur sína sem kallast umhverfissinnar, er þeir tala um loftlagsvá, hún er hjákátleg í samanburði við þessa ógn.
Guðmundur Karl Þorleifsson, 2.11.2021 kl. 15:58
Þegar afköst rafgeymis eru fallin undir 80% þá þykir hann ekki lengur nothæfur í rafbifreið. Hins vegar er vel hægt að nota hann til annara hluta, t.d. er nú farið að byggja upp stórar rafhlöðusamstæður til þess að geyma umframrafmagn frá vind- og sólarorkuverum. Þar eru kröfur um afköst ekki eins miklar. Nú er farið að setja "ónothæfa" bílrafgeyma í slíkar samstæður þar sem þeir munu geta dugað í mörg ár.
Það eru fá ár síðan "rafbílaöldin" hófst og því mun ekki vera mikið um endurvinnslustöðvar fyrir ónýta liþíumrafgeyma. Þær munu þó vera til og þeim hlýtur að fjölga.
Erfitt er að spá í framtíðina, en þó tel ég ástæðu til að ætla að þróun rafbílsins sé nú á svipuðu stigi og Ford-T bílsins á þriðja áratugi 20. aldar.
Hörður Þormar, 3.11.2021 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.