Lögbann gegn samkeppni!

Það fór lítið fyrir frétt, vegna þess að allir eru uppteknir af klúðri ríkisvaldsins í NV kjördæmi, sem og klúðri ríkisstjórnar og alþingis í sölunni á símanum sem ekkert fékkst greitt fyrir, þegar upp kom enn eitt klúður, sýslumanns er varðar samkeppi við sölu fisk á fiskmarkaði. Hvar er Samkeppnisstofnun??????, ég bara spyr????
Eitt er víst að hrægammarnir hafa verið fljótir til að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfsmaður þeirra skildi hafa söðlað um og stofnað fyrirtæki í samkeppni við Reiknistofu fiskmarkaða ehf. Ætli það hafi verið í ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns að hann mætti ekki hætta og stofna nýtt fyrirtæki í samkeppni við fyrrverandi atvinnurekendur. Getur verið að honum hafi misboðið hvernig þeir störfuðu og talið sig geta þjónað þessum markaði mun betur, heldur en það gamla gerði? Ætli sýslumaður hafi skoðað ráðningarsamning viðkomandi starfsmanns eða var ef til vill nokkur ráðningarsamningur til staðar þar sem það tíðkaðist ekki fyrir þrjátíu árum er hann var ráðin til Fismarkaðs Suðurnesja á sínum tíma. Eða er en einn sýslumaðurinn að brjóta lög, nú á viðkomandi manni, vegna þrýstings sægreifanna og kaupahéðna sem hafa þrýst hafa á viðkomandi þingmenn og eða valdhafa um að þetta gengi ekki lengur!!
OG ENN OG AFTUR LÝSI ÉG HÉR MEÐ EFTIR, HVAR ER SAMKEPPNISSTOFNUN!!!! Er hún týnd og tröllum gefin þegar eitthvað mikilvægt kemur upp á yfirborðið og ef til vill er verið að brjóta á samkeppnislögum og það af stjórnvaldi.
Sýslumaður ef hann les þessa grein hlýtur að skoða sínar gerðir því ef hann hefur farið offari, þá verða að öllum líkindum tvö sýslumannsembætti laus fljótlega!!! Því það hlýtur að vera í hlutarins eðli að hafi sýslumaður brotið vísvitandi á atvinnuréttindum mans, hlýtur sá sami að stefna viðkomandi sýslumanni og það liggur þá í augum uppi að viðkomandi sýslumaður verður vanhæfur og hlýtur að þurfa að segja af sér embætti, sé hann ekki betur að sér í almannarétti og verið með ákæru á herðum sér í framhaldinu.
Þetta er ekkert smá mál eins og það virtist vera í byrjun, hér er á ferðinni mannréttindabrot, atvinnuréttindabrot og skerðing á tekjumöguleikum viðkomandi manns sem og þeirra sem með honum voru í þessu framtaki, sem ekki á að eiga sér stað hjá hinu opinbera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband