Hriktir í stoðum lýðveldisins!

Það vekur furðu, hversu fálega menn virðast taka þeim gjörningi sem yfirkjörstjórn í NV kjördæmi hefur við haft. Á hátíði og tyllidögum þenja framvarða víkingar og frammámenn þjóðarinnar sig út við að básúna að Ísland sé elsta lýðræðisríkið og þar sem ekkert misjafnt fer fram við kosningar. Hef meira að segja heyrt í Íslendingum sem og lesið eftir er þeir básúnuðu út hversu þetta væri nú allt fullkomið hjá okkur hér heima, hér þyrftu menn að framvísa persónuskilríkjum áður en þeir fengju kjörseðil í hendur og þyrftu þeir í 90% tilfella að vera einir við að greiða atkvæði sitt í aflokuðum kjörklefa, undantekningarnar vita allir.
En hvers vegna er ég þá að skrifa þetta hérna núna, jú! Það hefur nefnilega verið opinberuð lýi sem formaður kjörstjórnar fullyrti í sjónvarpi að rými sem geymdi kjörgögn hefði verið læstur og að engin hefði haft aðgang þangað inn. Myndir sýna annað, myndir sýna einnig að kjörgögn í kjörkössum hafi verið átt við, fleiri en einn maður hefði farið þarna inn, fleiri en ein manneskja hefði tekið myndir af svæðinu á þeim tíma er enginn hefði átt að vera þarna, myndir úr eftirlitsmyndavél staðfesta að hér er farið með rétt mál. Yfirkjörstjórn er ekki einhuga um yfirlýsingu þá sem formaður kjörnefndar leggur fram, kjörkassarnir voru ekki innsiglaðir eins og reglur gera ráð fyrir, og hverjir töldu svo seinni talninguna, sem var ekki gerð í votta viðurvist fulltrúa flokkanna.
Hér er allt með undarlegum hætti, Birgir Ármannsson formaður kjörnefndar alþingis, telur jafnvel að það sé ekki hægt að sanna að haft hafi verið rangt við eða fitlað hafi verið við kjörgögn. Er hann að reyna að fara undan í læðingi, eins og köttur í hringum heitan graut, eða er þreyta komin í stjórnarmyndunarviðræðurnar og höfuð strumpur farin að anda niður í hálsmálið á Birgi. Meira segja klingir Birgir út með því að segja að ónotaðir kjörseðlar stemmi við kjörgögn, en ekki hver taldi þá var það undir eftirliti eða voru það þau sömu og ásakað hefur verið að hafa ekki farið að leikreglum. Hvernig stóð á því að 12 auðir seðlar urðu allt í einu 2, fékk Birgir ásamt nefndinni að sjá þá seðla svo þau gætu gengið úr skugga um að þar hefði allt verið með feldu, NEI!!!!!! Þetta sama fólk er komið með ákæru frá lögreglu sem er einnig að rannsaka málið, hvernig stendur á því að þeim var ekki vísað frá, þegar þessi leikflétta þeirra uppgötvaðist?
Án þess að draga menn í flokka, heldur líta á þennan atburð er augljóst að annaðhvort er fyrri niðurstaða gild, eins og Karl Gauti Miðflokki talar um, eða að kjósa þarf aftur það er uppkosning eins og efsti maður á lista Pírata bendir á. Birgir og hans lið er orðið ótrúverðugt og gætu valdið álithnekki út um allan heim fyrir raup Íslendingar hversu gott og heilbrigt lýðræðisríkið Ísland er. Alla veganna er ljóst að ég mun ekki mæra kerfið hér heima ef niðurstaða sem ég tel að sé réttmæt verður ekki ofaná, því þá er augljóst að Ísland er orðið að einu helsta tákni bananalýðveldis heimslins!

Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband