Eru VG veruleikafyrtir?

Það vekja mjög sennilega margir upp stórt spurningarmerki við slíka fyrirsögn. Hvað er ég að fara með slíkum gífuryrðum?
Jú það er ekki langt síðan að kosið var til alþingis Íslendinga, þar sem VG tóku þátt og töldu sig greinilega vera með góð spil á hendi fyrir kosningarnar, en allt kom fyrir ekki, þeim var bókstaflega hafnað af landsmönnum. Hvað ætli það hafi verið í þeirra ferli frá fyrra kjörtímabili sem orsakaði slíkan löðrung, jú það hlýtur að hafa verið þeirra helstu áherslur frá fyrra stjórnarsamstarfi. Þar er fyrst að nefna umhverfis-, þjóðgarðs- og ekki síst innflytjenda og hælisiðnaðarmál flokksins. Því ekki var því að dreifa samkvæmt skoðanakönnunum að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri hafnað. En takið eftir að VG ætla ekki að virða niðurstöður frá ný afstöðnum kosningum og ætla að láta álit landsmann sem vind um eyru þjóta. Það hefur komið fram að undan förnu, að undirlægi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að hún ætlar að halda áfram að fylla landið af alkyns óþjóðalýð og láta almenning bera kostnaðinn, þrátt fyrir skýran vilja almennings í skoðanakönnunum þar sem yfir 60% þjóðarinnar taldi að nóg væri komið af erlendum hælis og flóttafólki til landsins. Þá sýnir könnun að á Íslandi er komið að þolmörkum hvað þennan málaflokk varðar, þar sem nú er um 15% þjóðarinnar af erlendu bergi borinn, og þá eru ekki taldir með þeir sem eru í hælisleitendaferlinu né farandverkafólk og má því áætla að á Íslandi sé hlutfallið komið í 25 til 30% af þjóðinni.
Ég hef spurt sjálfan mig hvort þessi þróun sé vísvitandi gerð til að útrýma þjóðareinkennum landsins, er verið að breyta þjóðfélagsuppbyggingu án samþykkis landsmanna. Eru landsmenn með slíkan sofandahátt gagnvart öllu að þeir sjái ekki hvert stefni í þessum málum. En eitt er víst að stjórnvöld er alveg sama um afstöðu þína og mína, þeir ætla að taka við 120 manns til viðbótar á allra næstu dögum, það er sem sagt bæta við hægt og hljót þangað til að ekki verður aftur snúið. Á góðri Íslensku er slíkt kallað landráð! Ég hefði talið að við næstu kosningar ætta jafnframt að fara fram atkvæða greiðsla um helstu mál þjóðarinnar, þar sem niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu yrði skilyrt fyrir stjórnvöld til að fara eftir, það er þjóðarviljanum. Það er greinilegt að kosning til alþingis á fjögra ára fresti er ekki nægjanlegt aðhald að stjórnvöldum.
Er komin tími til að endurskipuleggja aðkomu almennings að framkvæmdarvaldi stjórnvalda?
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband