Er útrásin hættuleg samfélaginu?

Nýjustu fréttir af sölu grunnstoða samfélagsins koma frá Forsætisráðherra landsins. Jú það má segja að það verður að viðurkenna eitt, að VG voru á móti sölu Símans á sínum tíma, en það er rangt að það hafi ekki alltaf legið fyrir að selja grunnnetið með fyrirtækinu var harðlega mótmælt. Að þessari sölu stóðu Sjálfstæðismenn fremstir í flokki, þá þurfti ekki að fara eftir þeim reglum er giltu í EES samningum, að dreifikerfi landa skildi vera í almanna eigu, því var nokkrum árum seinna beitt er rífa þurfti lagnakerfi HS og búa til fyrirtækið Landsnet. Svo almenningi sé það ljóst er hér um stórhættulegt afsal á grunnstoð samfélagsins að ræða, sem hefur verið kostuð að stærstum hluta af almannafé. Nýjast eru niðurgreiðslur á lögnum til dreifðari byggða. Þessu á að koma í hendur erlendra nýlenduherra, sem sagt útrásin heldur áfram, ekki á að gefa upp kaupverð né þá skatta sem viðkomandi fyrirtæki kemur til með að borg fyrir króann! Þá skulu landsmenn gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag á verðlagningu kemur til með að fylgja hámarksarðsemiskröfu þess er kaupir netið, því má ætla að netþjónusta hækki um allt að 400% á nokkrum árum, miðað við slíka þjónustu þar sem einkaaðilar hafa náð tökum á slíku kerfi.
Nú skulum við staldra aðeins við! Það er á stefnu Sjálfstæðisflokksins að búta Landsvirkjun niður, það á líka að búta Rarik niður og færa þetta fyrst á silfurfati í gæðinganna innan sjálftöku krimmanna. Síðan munu þeir einnig selja þetta úr landi, og stjórnmala menn nútímans ásamt Katrínu Jakobsdóttur skilur ekki neitt í neinu, þau hefðu bara ekki geta séð þetta fyrir. Þá er þegar farið að byggja línur til að flytja orkuna óunna úr landi og fengin til þess áróðursmeistarinn Ólafur R. Grímsson, sem hefur greinilega ekkert vit á því sem hann er að fjalla um.
Er ekki komið nóg af rányrkju stjórnmálamanna á eigum Íslendinga, hvar ætla þessir stjórnmálamenn að fá aura í kassann fyrir rekstri samfélagsins, ef allur arður verður fluttur úr landi. Hvar á að ná í fjármuni til að borga fyrir gervigóðmennsku stjórnmálamanna upp á tugi milljarða í hælis og flóttamanna iðnaðinn. Er ekki tími til fyrir stjórnmálamenn að staldra aðeins við, áður en þeir verða búnir að selja allar mjólkurkýrnar úr landi og einungis geldneyti verður eftir.
Íslenska þjóðfylkingin hefur á undanförnum árum verið með varnaðarorð sem almenningur hefur látið um fram hjá sér fara, jafnvel vegna áróðurs fréttamiðla sem eru á bandi þeirra sem halda fast um þá stefnu sem hér að ofan er verið að vara við. Það þarf sterk bein til að standa gegn þessari spillingu sem á sér stað í samfélaginu, en munið að þó okkur líði vel í dag, er ekki þar með sagt að okkur komi til með að líða eins vel að nokkrum árum liðnum. Stöndum saman Íslendingar, látið í ykkur heyrast!
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband