18.10.2021 | 14:41
Er útrásin rétt að byrja?
Það hefur verið þyrnir í augum margra Íslendinga og þar á meðal míns, þegar ríkið er að selja fyrirtæki sem hafa verið keypt eða byggð upp af almannafé landsmanna, í hækkuðum sköttum og álögum, síðan seld á krepputímum, sem notað er til afsökunar á sölunni til einhverja gæða punga, sem síðar selja viðkomandi fyrirtæki til erlendra auðhringja. Þetta sjáum við nú gerast á sölu Mílu, og en spyrja menn hvað varð eiginlega um símapeninganna sem áttu að nægja til uppbyggingar á hinum ýmsu hlutum.
Nú er hafin en og aftur skjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum um að þeir verði að selja Íslandsbanka, sem er algjör fyrra og síðan á að selja Landsbankann og þar á eftir brytja niður Landsvirkjun og svo framvegis, til að þóknast einhverjum sérhagsmunum. Íslenska þjóðfylkingin er algjörlega mótfallin sölu á eignum ríkisins sem byggðar hafa verið upp af almannafé. Það er komin tími til að stjórnmálamenn læri af reynslunni. Landsmenn eiga að eiga Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Spítalanna, og svo framvegis. En það á ekki að banna sjálfstæðan rekstur á þessu sviði. Það á einnig að setja lög, þar sem bannað verður að færa eignarhald á grunnstoðum samfélagsins í erlenda eigu, slíkt er landráð. Nú þarf ríkið að byggja upp nýtt ljósleiðaranet sem það hefur umsjón með, til að tryggja öryggi samfélagsins, því ekki er hægt að reiða sig á fyrirtæki sem er að menginþorra í eigu erlendra aðila og ríkja er geta stjórnað og gripið inn í öryggi þjóðarinnar.
Hér er ekki þar með talið að ríkið eigi að eiga allt, en þar sem fákeppni ríkir vegna fámennis, er nauðsyn að ríkið eigi og reki grunnþarfir samfélagsins, en það þarf að gera á sem hagkvæmasta máta, svo það geti veitt þeim sem eru á hinum frjálsa markaði aðhald, svo þeir blóðmjólki ekki samfélagið. En það er einnig það sem þarf að gera í opinberum rekstri, þar er ekki hægt að gefa eftir aðhald að þeim sem stjórna opinberum rekstri, þeir eiga að sína hagnað, fara ekki fram úr fjárframlögum og geti þeir það ekki þá á að fá nýja stjórnendur til verksins. T.d. er fáránlegt að ráða lækni sem forstjóra Landsspítalans sem jafnvel hefur ekkert vit á fjármálum, þetta er bara eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf að fúnkera, sérfræðingar og annað starfsfólk er fengið til að vinna ákveðin störf, nú ef þeir geta ekki sinnt þeim af kostgæfni, þá eru þeir bara látnir fara og aðrir fengnir í staðinn. Gott dæmi er Karoline sjúkrahúsið í Svíþjóð, rekið með tekjuafgangi.
Er ekki löngu tímabært að stjórnendur ríkisrekinna fyrirtækja verði gert að sýna ábyrgð, skila raunhæfum greinagerðum um hversu vel þeim hefur tekist til við að hámarka arðsemi viðkomandi stofnanna. Stjórnmálamanna setja þeim leikreglur og fjármagn svo þjónusta við landsmenn sé sem best á sem hagkvæmasta máta. Ég er viss um að þá myndu landsmenn gjarnan greiða það sem þeim bæri til samfélagsins með glöðu geði, enda myndu ofurskattar falla niður og menn væru ekki sveittir frá morgni til kvölda að vina fyrir framfærslunni.
Lifið heil
Formaður ÍÞ
Nú er hafin en og aftur skjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum um að þeir verði að selja Íslandsbanka, sem er algjör fyrra og síðan á að selja Landsbankann og þar á eftir brytja niður Landsvirkjun og svo framvegis, til að þóknast einhverjum sérhagsmunum. Íslenska þjóðfylkingin er algjörlega mótfallin sölu á eignum ríkisins sem byggðar hafa verið upp af almannafé. Það er komin tími til að stjórnmálamenn læri af reynslunni. Landsmenn eiga að eiga Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Spítalanna, og svo framvegis. En það á ekki að banna sjálfstæðan rekstur á þessu sviði. Það á einnig að setja lög, þar sem bannað verður að færa eignarhald á grunnstoðum samfélagsins í erlenda eigu, slíkt er landráð. Nú þarf ríkið að byggja upp nýtt ljósleiðaranet sem það hefur umsjón með, til að tryggja öryggi samfélagsins, því ekki er hægt að reiða sig á fyrirtæki sem er að menginþorra í eigu erlendra aðila og ríkja er geta stjórnað og gripið inn í öryggi þjóðarinnar.
Hér er ekki þar með talið að ríkið eigi að eiga allt, en þar sem fákeppni ríkir vegna fámennis, er nauðsyn að ríkið eigi og reki grunnþarfir samfélagsins, en það þarf að gera á sem hagkvæmasta máta, svo það geti veitt þeim sem eru á hinum frjálsa markaði aðhald, svo þeir blóðmjólki ekki samfélagið. En það er einnig það sem þarf að gera í opinberum rekstri, þar er ekki hægt að gefa eftir aðhald að þeim sem stjórna opinberum rekstri, þeir eiga að sína hagnað, fara ekki fram úr fjárframlögum og geti þeir það ekki þá á að fá nýja stjórnendur til verksins. T.d. er fáránlegt að ráða lækni sem forstjóra Landsspítalans sem jafnvel hefur ekkert vit á fjármálum, þetta er bara eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf að fúnkera, sérfræðingar og annað starfsfólk er fengið til að vinna ákveðin störf, nú ef þeir geta ekki sinnt þeim af kostgæfni, þá eru þeir bara látnir fara og aðrir fengnir í staðinn. Gott dæmi er Karoline sjúkrahúsið í Svíþjóð, rekið með tekjuafgangi.
Er ekki löngu tímabært að stjórnendur ríkisrekinna fyrirtækja verði gert að sýna ábyrgð, skila raunhæfum greinagerðum um hversu vel þeim hefur tekist til við að hámarka arðsemi viðkomandi stofnanna. Stjórnmálamanna setja þeim leikreglur og fjármagn svo þjónusta við landsmenn sé sem best á sem hagkvæmasta máta. Ég er viss um að þá myndu landsmenn gjarnan greiða það sem þeim bæri til samfélagsins með glöðu geði, enda myndu ofurskattar falla niður og menn væru ekki sveittir frá morgni til kvölda að vina fyrir framfærslunni.
Lifið heil
Formaður ÍÞ
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.