Er pukrað með atkvæði kjósenda víðar en á NV kjördæmi?

Nú eru liðnar nokkrar vikur frá síðustu kosningum, og kosningaúrslit liggja ekki fyrir. Jú í NV kjördæmi er ljóst að áliti megin þorra kjósenda, að ekki hafi verið rétt staðið að málum. En nú velta menn fyrir sér hvort ætla má, að það hafi bara verið óheppni að slíkt skuli hafa komið upp, þar sem myndataka stúlku uppljóstraði um svikin og þá óráðsíu sem átt hafði sér stað. Hvað ef þessi myndataka hefði ekki ratað á netmiðla, ætli meðvirknis fréttamiðlar hefðu þá þagað þunnu hljóði og engin rannsókn hefði átt sér stað.
Þessar og fleiri vangaveltur hafa verið í umræðu á meðal manna og ekki að ástæðulausu. Var allt með feldu í hinum kjördæmunum, eða komst bara spillingin ekki upp í þeim kjördæmum. Ekki ætla ég að dæma um það né hvort slíkt hafi átt sér stað, enda ekki þátttakandi í nýafstöðnum kosningum, nema sem almennur kjósandi. Hitt er annað mál, að það sem skeði í NV kjördæmi þarf að kryfja til mergjar, þannig að kosningarútslit séu yfir allan vafa hafin. Ég tek undir það, að skipa þurfi nýjar kjörnefndir í öllum kjördæmum landsins, svo koma megi í veg fyrir að arfleið kosninga misferla geti fest rætur aftur, þetta er grunnstoð lýðræðislegs samfélags sem þarf að standa vörð um. Almenningur vill og þarf að geta treyst á niðurstöður þær sem landsmenn velja, hvort þeir séu ánægðir eða óánægðir með niðurstöður kosninganna sjálfra.
Það er deginum ljósara einnig að framganga Birgis á suðurlandi er óásættanleg fyrir kjósendur, setja þarf skýrar reglur í stjórnarskrá landsins hvernig skuli fara með slík mál. Flokka flakk á að heyra til undantekninga, enda þarf að virða rétt og vilja kjósenda, er þeir leggja það á sig að ganga til kosninga. Ef ekki verður gripið inn í þá atburðarás á viðunandi hátt fyrir kjósendur, er einsýnt að fjöldi fólks mun missa trúna á grunngildum lýðræðisins og mæting á kjörstaði mun minka verulega. Það þarf að koma í veg fyrir spillingu og óheiðarleika, eins og átti sér stað á Suðurlandi og hljóta allir flokkar að átta sig á alvarleika málsins.
Framundan eru miklar áskoranir til þeirra sem við stjórnartaumunum taka og mikilvægt að þeir beri fyrst og fremst þjóðarhag fyrir brjósti. Afsalsstefna stjórnvalda á auðlindum og landsgæðum þarf að heyra sögunni til. Landsmenn þurfa á stöðuleika að halda, þar með mega fulltrúar altvinnulífs, verkalýðshreyfingin og opinber stjórnsýsla ( það er ríki og sveitarfélög ), að leggja niður sjálftöku stefnur sínar og bindast höndum um að skattpíning og álögur á almenning og atvinnulífið er ekki eina lausnin til að ná árangri fyrir land og þjóð. Hver og einn þarf að líta í eigin barm, eigi að nást farsæll árangur til frambúðar.
Góðar stundir
Formaður ÍÞ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband