Er siðferði opinberra embættismanna og væntanlegra alþingismanna í fjóshaugnum!

Nú þegar kosningar eru afstaðnar og ekki einu sinni búið að mynda ríkisstjórn, eru komin upp hin skrítnustu mál er varða trú verðu leika afstaðinna kosninga. Eru Íslendingar að stimpla sig inn sem mesta bananalýðveli á þessari jarðarkringlu? Verður þessar niðurstöður sendar til erlends dómsstigs, þar sem Íslensk stjórnvöld sem hafa þá verið mynduð, verði lýst sem valdaráns stjórnvöld á borð við hervaldsstjórnir eða einræðis ofbeldisstjórnir. Vilja Íslendinga vera stimplaðir sem slíkir, eða er ekki bara ein lausn í málinu, það er að kjósa aftur og skipta út öllu því hyski sem kom að stjórnun kosninga, sem og að frambjóðendur skrifi undir skilmála að þeir undirgangist stefnu síns flokks, og hugi þeir á að yfirgefa flokkinn þá segi þeir af sér þingmennsku. Það væri eina rétta leiðin til að virða atkvæði kjósenda sem hafa veitt þeim brautargengi til þingsetu!

Nú vita menn náttúrulega hver þau mál eru sem ég er að vísa til, en það er einnig orðin hefð að menn flakki á milli flokka á miðju kjörtímabili. Þar er ekki að sjá að mikil stefnubreyting hafi átt sér stað innan þeirra flokka, sem viðkomandi þingmenn eða konur hafi gengið til liðs við, enda oftar en ekki búin að starfa með viðkomandi stjórnmálaafli um nokkurt skeið og ættu þar af leiðandi að vita um viðhorf síns flokks til flestra mála. Það er aftur á móti ekki ástæða til að viðkomandi fylgi sínum flokki í einu og öllu um ákveðin málefni, viðkomandi getur hafa haft aðra skoðun á einstöku máli og þar af leiðandi fylgt sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslu. Það sem ég er að segja er „ flokka flakk á að banna, það er vanvirðing við kjósendur er hafa veitt viðkomandi brautargengi í kosningum, sem ætti að vega þyngra en sjálfhyggja viðkomandi þingmanns.“

Ég tek heilshugar undir vangaveltur formanns ungra Sjálfstæðismanna Veronika Steinunn Magnúsdóttir, þar sem hún gagnrýnir þetta háttalag Birgis og um leið Sjálfstæðisflokkinn sem verður eins og ruslakista svikara, þá er athugasemd Guðna Hjörleifssonar sem skipaði fjórða sæti Miðflokksins réttlætanleg og sínir vanvirðingu Birgis gagnvart þeim er höfðu lagt hönd á plóginn við að tryggja honum þingsæti í afstöðnum kosningu. Skömmin verður ætíð Birgis Þórarinssonar og Sjálfsæðisflokksins sem að þessu sinni vanvirða kjósendur og stuðningsmenn er veita þingmönnum umboð sitt til setu á alþingi, og um leið lítillækka samfélagið okkar á alþjóðagrundvelli. Vonandi er einhver svo hugaður að kæra þessar níliðnar kosningar til erlendra stofnanna, svo svona komi ekki fyrir aftur.
Formaður ÍÞ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnarskrá:

48. gr.
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2021 kl. 15:40

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Já því miður er það svo, það þarf að setja reglur um þetta þannig að alþingismenn sé erfiðara að miðsbjóða fólki.   Þá er ég ekki endilega að daga taum Miðflokks, heldur almennar siðferðislegar líðræðislegar leikreglur.  Þetta háttarlag hjá Birgi, setur virðingu gagnvart okkar dírmæta líðræði niður.   Þeir sem bjóða sig fram til æðstu starfa fyrir þjóðina þurfa að vera yfir það komnir að valda rýrð á samfélagið, hvort heldru er hér innanlands sem og ytra.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 10.10.2021 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband