Í Kjarnanum er ágætis hugrenningar hjá Birni Leví, þar sem honum hugnast ekki að fráfarandi ríkisstjórn sitji áfram næsta kjörtímabil. En hver ætli sé ástæða þess að Píratar hafa boðist til að verja minnihlutastjórn falli, í stað þess að vilja taka beinan þátt í að vera í ríkisstjórn, jafnvel leggja það til að þeir leiði slíka stjórn þar sem eigið ágæti Pírata er slíkt að engin annar hefur neitt til málanna að leggja á stundum, spyr sá sem ekki veit. Ætli það sé vegna þess að meira að seigja vinstrimenn treysta loforðum Pírata, frekar en ef veðurfræðingur myndi spá logni á Íslandi í heilan mánuð. Píratar og þar með Björn Leví þurfa að njóta traust, fagurgalinn er bara fallegur meðan hann syngur í takt við stefin sem á að fara eftir það eru loforðin.
Það er margt gott í upptalningu Björns, þar sem viðvarandi vandamál eru ekki leyst að hans mati, en niðurstaða kosninganna voru þau að vinstri öfga flokkum var hafnað og þar voru Píratar engin undantekning. Það er lýðræðisleg niðurstaða að stjórnarflokkarnir hlutu aukið fylgi, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi talið sig vega í góðum málum til að fella núverandi ríkisstjórn. Það sem er samt augljóst við síðustu kosningar, er að VG var einnig hafnað og þeirra öfga áróðri í umhverfis og loftlagsmálum. Þá var einnig hafnað gengdarlausum áróðri vinstrimanna gegn landbúnaði og landsbyggðinni í heild sinni. ESB aðild var einnig hafnað, sem og upptöku evru, enda á fallanda fæti.
Hverju var þá verið að þakka og verðlauna flokka við síðustu kosningar, jú Flokkur Fólksins hefur verið með það á stefnuskrá sinni og meina það sem þau segja er kemur að öldruðum og öryrkjum, samanber fylgni þeirra á síðasta kjöttímabili, en fólkið veit sem er að það er ekkert að marka hina sem í stjórnarandstöðu sátu hvað þennan málaflokk varðar og þar eru Píratar enginn undantekning. Það er eiginlega sama með Framsókn, þar stóðu þeir sig vel er varðar málefni barna og tel ég að fylgisaukning þeirra megi að miklum hluta þakka Ásmundi Daðasyni. En merkilegt er með vinstrimenn að þeir minnast aldrei á þann þátt Sjálfstæðismanna að hafa staðið fast á bremsunni í eyðslupólitík vinstrimanna, sem kom sér vel þegar sá vágestur hóf innreið sína, það er C-vid faraldurinn. Það voru til peningar til að grípa til svo milda mætti höggið sem dundi yfir þjóðina. Það hefur greinilega gert það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn færi ekki undir 10% fylgið.
Aldrei heyri ég menn tala um það að setja þurfi lög sem hámarka þær álögur á almenning og fyrirtæki sem stjórnvöld leggja á þegna sína. Vinstrimenn halda nefnilega að skattahækkanir og íþyngjandi álögur séu einu lausnirnar sem hægt sé að grípa til, þegar þeir hafa eytt um efni fram. En það er ekki ný staðreynd að hófleg skattpíning eykur hvata til uppbyggingar og eykur framlegð, en óhófleg skattpíning gerir vinnuframlegð tilgangslausa.
Formaður ÍÞ
Það er margt gott í upptalningu Björns, þar sem viðvarandi vandamál eru ekki leyst að hans mati, en niðurstaða kosninganna voru þau að vinstri öfga flokkum var hafnað og þar voru Píratar engin undantekning. Það er lýðræðisleg niðurstaða að stjórnarflokkarnir hlutu aukið fylgi, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi talið sig vega í góðum málum til að fella núverandi ríkisstjórn. Það sem er samt augljóst við síðustu kosningar, er að VG var einnig hafnað og þeirra öfga áróðri í umhverfis og loftlagsmálum. Þá var einnig hafnað gengdarlausum áróðri vinstrimanna gegn landbúnaði og landsbyggðinni í heild sinni. ESB aðild var einnig hafnað, sem og upptöku evru, enda á fallanda fæti.
Hverju var þá verið að þakka og verðlauna flokka við síðustu kosningar, jú Flokkur Fólksins hefur verið með það á stefnuskrá sinni og meina það sem þau segja er kemur að öldruðum og öryrkjum, samanber fylgni þeirra á síðasta kjöttímabili, en fólkið veit sem er að það er ekkert að marka hina sem í stjórnarandstöðu sátu hvað þennan málaflokk varðar og þar eru Píratar enginn undantekning. Það er eiginlega sama með Framsókn, þar stóðu þeir sig vel er varðar málefni barna og tel ég að fylgisaukning þeirra megi að miklum hluta þakka Ásmundi Daðasyni. En merkilegt er með vinstrimenn að þeir minnast aldrei á þann þátt Sjálfstæðismanna að hafa staðið fast á bremsunni í eyðslupólitík vinstrimanna, sem kom sér vel þegar sá vágestur hóf innreið sína, það er C-vid faraldurinn. Það voru til peningar til að grípa til svo milda mætti höggið sem dundi yfir þjóðina. Það hefur greinilega gert það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn færi ekki undir 10% fylgið.
Aldrei heyri ég menn tala um það að setja þurfi lög sem hámarka þær álögur á almenning og fyrirtæki sem stjórnvöld leggja á þegna sína. Vinstrimenn halda nefnilega að skattahækkanir og íþyngjandi álögur séu einu lausnirnar sem hægt sé að grípa til, þegar þeir hafa eytt um efni fram. En það er ekki ný staðreynd að hófleg skattpíning eykur hvata til uppbyggingar og eykur framlegð, en óhófleg skattpíning gerir vinnuframlegð tilgangslausa.
Formaður ÍÞ
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"En hver ætli sé ástæða þess að Píratar hafa boðist til að verja minnihlutastjórn falli, í stað þess að vilja taka beinan þátt í að vera í ríkisstjórn"
Svarið er einfalt. Fyrir kosningar lofuðu Píratar sínum kjósendum að taka ekki sæti í ríkisstjórn nema gegn því ófrávíkjanlega skilyrði að stjórnarskránni verði hent í ruslið og í staðinn lögfest plaggið sem þau kalla "nýju stjórnarskránna". Með því að verja ríkisstjórn falli án þess að taka sæti í henni er hægt að komast hjá því að þurfa að efna slíkan ómöguleika.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2021 kl. 15:35
Góð skilgreining hjá þér Guðmundur Ásgeirsson, þetta er nefnilega lykilinn að málinu, Píratar vilja nefnilega ekki vera ábyrgir fyrir neinu en vilja vera eins og geltandi hundar út í vegkanti, ábyrgðarlausir eins og hundurinn gagnvart ökumanninum, sem á sér eins skins ills von. Þótt þeir gaspri og hrópi úlfur úlfur, eru landsmenn farnir að sjá í gegnum þá. Þeir þora ekki og vilja ekki axla ábyrgð, en eru tilbúnir að þiggja feita bitann, án þess að óhreinka sig. Það eru liðnir sætabrauðsdagarnir hjá Pírötum, fólk var farið að sjá í gegn um falsið og ómenningu þá er þeir stunda, þess egna var þeim hafnað!
Guðmundur Karl Þorleifsson, 8.10.2021 kl. 19:49
ÞAð sem kemur fram í athugasemd þinni eru þínar eigin skoðanir á Pírötum, sem ég er ekki sammála og hafa ekkert með innihald athugasemdar minnar að gera, svo það sé á hreinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2021 kl. 20:26
Fyrir mig var það afgerandi að Sjálfstæðisflokkurinn einn tók skynsamlögu afstöðu í loftlagsvávitlausunni
að einbeita ætti sér að hraða orkuútskiptum frá olíu yfir í rafmagn sem er álíka og þegar loks var byrjað að nota heita vatnið til húsahitunar
allar aðrar aðgerðir eru bara hærri skattar á almenning
Grímur Kjartansson, 8.10.2021 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.