Fjármálahrun í vændum!

Greinilegt er að verulegur titringur er á fjármálamörkuðum um allan heim. Hrun hefur orðið í Kína og er ekki útséð með hvernig því reiðir af. Slíkt getur haft veruleg áhrif á Asíulönd en minna á vesturlöndin. En hvað er þá að ske í Evrópu, jú þar er einnig hrun þó ekki eins mikið og í Asíu en vænta má að innflytjendastefna og að Evrópulönd hafa flutt út alla grunn framleiðslu til Asíu, komi til með að valda slíku. Þá má einnig nefna óróleiki á stjórnmálasviðinu, þar sem fjárfestar átta sig á að fjárframlag Breta mun skerða getu ESB til langframa. Það er nefnilega ekki alltaf hagkvæmt að láta framleiðsluna úr landi og skilja eftir sviðna jörð heima fyrir.
En hvað er þá að ske hér heima á Íslandi. Jú skoðanakannanir hafa sýnt vinstrisveiflu. Óöryggi fyrirtækja og rekstur þeirra er í uppnámi, þannig að það má búast við að menn haldi að sér höndum til nýrra fjárfestinga og nú er raunin, að menn fara að losa sig við þær fjárfestingar sem sem þeir hafa lagt í.
Gengið hefur hrunið í morgun sem og hlutabréf, þetta gerir fyrirtækjum og rekstri erfiðara um vik. Ef fram heldur sem horfir að það verði vinstristjórn í landinu, mun atvinnuleysi aukast, þar sem framkvæmdum verður slegið á frest og nýr landsflótti mun hefja göngu sína. Ég veit að þetta myndu ef til vill margir kalla svartsýnisspá, en þetta eru staðreyndir ef Íslendingar kalla yfir sig slíka óstjórn. Neyðarbrauð vinstri sinnaðra stjórnmálaflokka, komist þeir að kjötkötlunum, verður innganga í ESB sem er brunarúst ein, að forspurðri þjóðinni og forseti landsins það er skrípilin á Bessastöðum, mun að sjálfsögðu skrifa undir afsalið á þjóðarskútunni.
Enn og aftur mynni ég ykkur á, að það er í ykkar höndum hvernig alþingi lýtur út að loknum kosningum. Það verður þrautin þyngri fyrir almenning að komast í gegnum frumskóg vinstra liðslins og velja raunhæfa menn til að standa vörð um þjóðarhagsmuni. Þeir hagsmunir, eru hagsmunir alþýðunnar.
Formaður ÍÞ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband