20ár hvað tíminn er fljótur að líða.

Jú það eru víst komin tuttugu ár síðan við veiðifélagarnir vorum á leið austur í Eldvatn að veiða. Útvarpsútendingin var rofin og sagt að búið væri að fljúga á tvíburaturnanna í NY, ekki vitað hversu margir væru inni í byggingunum, verið væri að rýma svæðin því þeir gætu hrunið. Í fyrstu urðum við félagarnir eitt spurningamerki, héldum að það væri eitthvert djók í gangi, en fljótlega rann af okkur gríman, þetta var stakasta alvara.
Þessi dagur var mjög sérstakur því ekki voru menn á því að flýta sér til veiða, spennan sem við höfðum byggt okkur upp af eftirvæntingu um fjölda fiska, félagsskapsins í hringum veiðarnar vék fyrir tíðindum þeim sem bárust okkur eins og um heimsfaraldur væri að ræða. Jú allir gerðu sér grein fyrir að hér áttu sér stað miklar hörmungar og inngrip í líf það sem við áttum að venjast.
Nú eru liðin 20 ár og á þessum tíma hefur fjöldinn allur látið lífið vegna hefnigirni Bandaríkjamanna með þátttöku NATO í garð Talibana. Mestur fjöldi þess er látist hefur eru óbreyttir Afganar og liðsmenn þess liðs sem ætlaði að ganga milli bols og höfuðs á Talibönum. En einmitt um þessar mundir eru liðsmenn innrásarliðsins á flótta til síns heima með skottið á milli fótanna, og ætlunarverk þeirra snúist í andhverfu sína. Talibanar hafa aldrei verið eins sterkir heimafyrir sem og á alþjóða vetfangi. Þeir hafa meira að segja samið við erkifjendur innrásarliðsins , Kínverja um að yfirtaka einn stærsta og fullkomnasta flugvöll á þessu heimssvæði, sem Bandaríkjamenn skilja eftir sig með endalausum byggingum til þjónustu við flugrekstur og annan hernaðarlega mikilvægan búnað. Er hægt að láta niðurlægja sig meira í hernaði.
Þótt vestrænir miðlar sem og stjórnvöld reyni nú að hylma yfir óförum sínum, um að þeir hafi sáð einhverjum fræjum í þjóðarsálina um réttlæti til handa konum og öðrum þeim sem aðhyllast lýðræðislega tilburði, er það ljóst að þeim hefur mistekist sú afskiptasemi og á það einnig um önnur ríki er aðhyllast Islams trú.
Vestrænir þjóðarleiðtogar ættu að fara að átta sig á því að láta heimsvaldastefnu sína gagnvart ríkjum sem ekki vilja þeirra afskipti í friði, en jafnframt að hætta að leifa innflutning á fólki með slík viðhorf og trú til sinna heimalanda, með skírskotun í góðmennsku. Sú góðmennska bitnar á þeirra eigin fólki, skýrustu dæmin eru Svíþjóð, Bretland, Þýskaland og Frakkland. Á Íslandi þarf að fara að dæma fólk sem stjórnar landsmálunum eftir Stjórnarskránni, það er óviðunandi að alþingi geti farið á skjön við grundvallareglur samfélangsins.
Vonandi verða engir eftirmálar í dag, þrátt fyrir óbeinar hótanir Talibana og ISIS liða gagnvart vesturveldunum í dag, því er nauð sin að við Íslendingar hættum að þenja út á okkur brjóstkassann og þykjast vera eitthvað á alþjóða vísu. Okkar ráðamenn eiga að einbeita sér að landsmönnum og landinu sem okkur var falið að annast.
Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband