Eru skoðanakannanir villandi.

Samkvæmt skoðanakönnun eru ungar konur samþykkar að greiða meiri skatti til útlendinga og hælisleitenda og þá minna í heilbrigðiskerfið og aðra þarfa sem maður myndi ætla að lægi þeim meira á hjarta. Þar sem ekki kemur fram hvernig sé spurt, hversu marga í hverjum aldurshóp, hversu marga á landsbyggðinni miðað við þéttbýlið, en þessi skoðanakönnun virðist eins og svo margar hjá MMR ylla unnin, fáir sem svara, eða einungis innan við 1000 mans. En takið eftir, afætuflokkarnir það er Píratar og Samfylking, þar er hátt í 70% svarenda fylgjandi að taka á móti fleira flóttafólki, þá kemur einnig í ljós að fólk 49 ára og yngra telur að við eigum að auka innflytjendur inn í landið. Þetta fólk hlýtur að vera ánægt með með skattaálögur og tilbúið í að borga meira í þennan málaflokk.
Stundum verður maður bara orðlaus og hef ég velt því fyrir mér af hverju MMR spyr ekki hvort fólk sé tilbúið að greiða hærri skatta, svo hægt sé að taka á móti fleiri flóttamönnum? Væri það ekki réttari spurning svo þessi óábyrgi hópur landsmanna, sem heldur að tekjur ríkissjóðs vaxi á trjánum bak við fjármálaráðuneytið opni augun. Er skólakerfið svo galið að fólk sem er yngra en 50 ára skilji ekki að meiri álögur á ríkissjóð útheimti meiri skatta.
Það bendir allt til að það verði vinstri halli á stjórn landsins næsta kjörtímabil, það er að segja að það er í raun enginn hægri flokkur í framboði og ekki eftirspurn eftir slíkum hjá þjóðinni. Það er einnig greinilegt að Íslenska þjóðin þarf að fara fram af hengifluginu eins og nágrannaríki okkar í útlendingamálum. Hver veit að þá loksins vakni almenningur til meðvitundar og vonandi það snemma að Íslendingar verði ekki búnir að missa sjálfstæðið, sem allt stefnir í. Það er ekki stjórnmálamönnum að kenna, það er þjóðinni er veitir þingmönnum umboð sitt!
Ef menn nenna, sem ég held að sé ekki raunin, að fylgjast með þróun mála í Bretlandi og Þýskalandi, þá er von á borgarastyrjöld í þeim löndum, þar sem Múslimar munu ná yfirhöndinni. Það er merkilegt að aumingja meðaumkun með Íslamistum sé slík að fólk vilji fórna þeim lífsgæðum sem við þó höfum núna á altari Alla. Þá verður ekki liðið neitt METO eða aðrar kvenréttindaáróður, Evrópskar konur þurfa að gera sér grein fyrir að þær flokkast en neðar en þær sem eru múslimatrúa, þar sem þær flokkast sem úrhrak Kafíra. Það er ef til vill tími fyrir Evrópubúa að fara að vakna af sínum þyrnirósadraumi!
Þetta á einnig við konur á Íslandi sem í meirihluta styðja innflutning á hælisleitendum og flóttafólki. Við Í Íslensku þjóðfylkingunni teljum að fjármunum þeim sem Íslensk stjórnvöld veita til mannúðarmála, sé notað í þeim nærumhverfum neyðarinnar, en ekki í hælisleitendaiðnaðinn hér heima.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband