Hvers vegna forðast fréttamiðlar að tala um það sem máli skiptir fyrir framtíð landsins!

Það vekur furðu hversu lítið er fjallað um framtíðar áform landsins, stefnur og raunveruleg mál sem skipta þjóðina máli til frambúðar. Hér eru nokkur mál sem virkilega skipta þjóðina og afkomendum okkar máli, til lengri tíma litið.
1. Hver er afstaða flokka til EES samstarfsins
2. Hver er afstaða flokka til ESB .
3. Hver er framtíðarsýn flokka til orkumála, þar með Orkupakka 4.
4. Hver er afstaða flokka til virkjanamála, þ.m.t., vind-, vatns- og jarðvarmavirkjanna.
5. Hver er afstaða flokka til umhverfismála, þar með talið ferðafrelsis Íslendinga um eigið land.
6. Hver er afstaða flokka til skattlagningar á almenning og fyrirtæki. Er orðið nauðsyn að takmarka hversu hátt hlutfall tekna sé skattlagt, hvort heldur er með sköttum og gjöldum. Eða á að leifa ríki og sveitafélögum að ganga endalaust í vasa almennings og fyrirtækja
7. Hver er afstaða flokka til ríkisrekstrar, hversu há prósenta er æskileg undir stjórn ríkisins, þarf að setja skorður til að ríkið sé ekki í beinni samkeppni við einkarekstur, eða á Markist samfélag að vera á Íslandi.
8. Hver er afstaða flokka til auðlindagjalda og framtíðarsýn á skattlagningu skapandi fyrirtækja.
9. Hver er afstaða flokka til heilbrigðiskerfisins og skólakerfisins, á að auka einkarekstur, eða hefta allt í ríkisrekstri.
10. Hver er afstaða flokka til grunnatvinnuvega og landsbyggða utan Reykjavíkursvæðisins.

Her eru nokkur dæmi sem ég held að almenningur myndi gjarnan vilja fá hrein og bein svör við, ekki einhverjar langlokur með engu innihaldi. Við lifum á viðsjárlegum tímum, þar sem framtíð landsins getur verið björt en með ráðamönnum sem eru með rangar áherslur, gæti framtíð þjóðarinnar verið vegur um dimman dal harðræðis.
Því vill ég skora á alla þá sem lesa þetta að skoða hvert atriði fyrir sig, spyrja sig hver sá flokkur sé sem hann telji koma til með að auka lífsgæði þau, er við öll þráum, ekki bara fyrir okkur sem nú lifum á Íslandi, heldur framtíð afkomenda okkar. Við getum ekkert gert fyrir aðra á alþjóðavetfangi, séum við í rotnum eplakassa þar sem almenningur og fyrirtæki geta ekki notið sín.
Það eru að koma kosningar, það er í þínum höndum hverjum þú greiðir atkvæði þitt. Það er ekki í boði að mæta ekki á kjörstað, því það er ábyrgð okkar allra hvernig tiltekst, hvernig framtíð afkomenda okkar verðu til lengri tíma litið.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Guðmundur Karl, þessir miðlar hafa ekkert með fréttir að gera, þetta eru áróðurs- og heilaþvottavélar ætlað til að stjórna því hvernig fólk hugsar og hvað það á að kjósa. Eina gagnrýnin sem kemur frá þessu svokallaða fréttafólki er beint að þeim sem falla þeim ekki að geði og uppfylla ekki þeirra pólitíska rétttrúnað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2021 kl. 23:01

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Þetta er hárrétt útlesning hjá þér Tómás, það vantar beitta fréttamenn sem þora að hjóla í málin og eru ekki hræddir við rétt trúnaðinn. Öll pólitík í dag einkennist af meðalmennsku og undirlægjuhætti, því miður. Þakka þér innleggið.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 5.9.2021 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband