Eru Katrín og Guðmundur með umboð til að skuldsetja landsmenn í loftlagsmálum?

Nú eru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra að gera sig breiða hjá ESB, með óraunhæf tilmæli er lenda sem hækkandi skattar og álögur á almenningi og fyrirtækjum á landinu. Hversu langt ætla landsmenn að leifa kúgun af hendi VG að ganga eftir. Ef markmið þessara óraunhæfisfólks vari að létta ásamlöndum sínum, vegna þess að mengun annarra þjóða á borð við Þjóðverja og Kínverja er margfalt meiri en hjá okkur og þessar þjóðir eru að reisa risa kolaorkuver til framleiðslu á rafmagni, tæki ég hatt minn ofan fyrir þeim, en það er ekki svo. Þau eiga engan veginn að fara með samninga okkar við erlend ríki þegar kemur að loftlagsmálum. Þau eru beinlínis hættuleg framtíð þjóðar okkar í þeim málum!!!
Þetta fólk er að knýja fram leifi til vindmillugarða, þar sem vitað er að spaðar þeir sem eru notaðar á vindmillur eru vart endurnýtanlegar og því veruleg mengun af þeim til lengri tíma litið. Þá eru slíkir garðar beinlínis skaðvaldar þegar kemur að dýralífi. Sama má segja um áróðurinn í notkun rafbíla, þar sem innan skamms verða heilu rafbílakirkjugarðarnir sem koma til með að menga fleiri hektara svæði því engin fæst til að endurvinna geyma þessara bifreiða, vegna þess að í geymunum er mikil hlutfall þungmálma. Er ekki tími til að þau sem fara með umhverfismál, hafi eitthvert við á þeim sviðum sem þar er fjallað um!!
Íslendingar eiga að vera meðvitaðir um umhverfismál og vernda okkar fagra land, taka þátt í alþjóða samstarfi í þeim efnum með opnum augum, en líta ekki undan þegar við vitum betur um skaðvalda þann sem um ræðir. Framtíð okkar lands er fólgin í að nýta þá orku sem við teljum að skinsamlegt er að virkja, og breyta henni í vistvæna fljótandi orku sem hægt er að selja á alþjóðlegum markaði. Hættum að láta aðrar þjóðir ráðskast með okkur, vinnum í þágu þjóðarinnar á okkar forsendum, þá mun okkur farnast best.
Íslendingar það eru að koma kosningar, það er ekki í boði að sitja heima, það er á þína ábyrgð hvernig alþingi lítur út að þeim loknum. Fáum við ábyrga stjórn sem ber hag þjóðarinnar að leiðarljósi eða einhverja sem eru með endalaus fagurgala upphrópanir sem ekkert innihald er fyrir .
Kynnið ykkur stefnu flokkanna, með opnum huga og skoðið hræsnina sem þeir bera á borð, takið upplýsta ákvörðun, þannig uppfyllið þið skyldur ykkar gagnvart þjóðinni.

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband