Er formaður Sósíalistaflokksins ekki með réttu ráði?

Það vekur furðu þegar Gunnar Smári leiðtogi og stofnandi Sósíalistaflokksins stígur fram og ætlar að ráðast á eitt fyrirtæki umfram annað og setur það í stefnuskrá Sósíalistaflokksins. Veit maðurinn ekki en þá, eftir það sem á undan hefur gengið hjá honum, að þingmenn eiga einungis að setja almennar reglur sem allir landsmenn geta farið eftir, en ekki setja einhvern né eitthvert fyrirtæki í einelti. Séu reglur svo afleitar að hans mati við stjórn fiskveita, sem ég að vísu tek undir, þá kemur hann með nýja stefnu eða tillögu þar um á komandi þingi, nái hann kjöri sem allt bendir til.
Nei hér er nefnilega Gunnari Smára rétt lýst, upphrópanir og loforðaflaumur, eingöngu til að slá ryki í augu hins vanhugsandi almenning. Auðvitað verður ekkert úr þessum upphrópunum mannsins, þarna fellur Gunnar í forarpytt hinna flokkanna, það eru upphrópanir um eitthvað nógu vitlaust til að ná athygli sem honum vantar, því ekki má upplýsa um fyrri feril mansins. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Gunnar sem var einn helsti sjálftökugæinn á landinu fyrir hrun, að leika félagshyggjumann og leiðtoga almennings. Hver trúir slíku sjónarspili?
Ég vorkenni því fólki sem hefur látið blekkjast að þessum sýndarleik Gunnars og látið hann draga sig í forarsvað uppdubbaðra froðusnakks upphrópanna, sem fólk kemur til með að sjá, að ekkert er á bak við. Halda menn til dæmis að Gunnar komi með þá tillögu og standi við hana, að lækka laun ráðherra, þingmanna og annarra ríkisstarfsmanna þegar hann er komin á þing. Nei!, hann gerir ekkert af því sem hann hefur útúðað ríkisstjórninni um sem spillta stjórnmálamenn. Fagurgalinn Gunnar Smári er ekkert annað en sérhagsmunamaður og er orðin svo lagin að afvegaleiða fólk til að trúa á gjálfrið í sjálfum sér.
Ég skora á kjósendur að fara yfir feril Gunnars Smára, hvað hann hefur sagt að undanförnu og vega og meta hvort það komi til með að standast eitthvað sem hann segir og kemur til með að gera. Það er á þína ábyrgð kjósandi góður, hverjum þú veitir atkvæði þitt í komandi kosningum, þú velur hvernig alþingi lítur út að loknum kosningum. Það er ekki í boði að sitja heima, ábyrgðin er okkar allra.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband