Orkupakkamálið þaggað niður!

Það er augljóst að það á að þagga niður eitt alal mál í sögu þjóðarinnar, er varðar framtíð þessa lands. Það eru greinilega einungis vesalingar í framboði til alþingis að þessu sinni, engin flokkur hefur gefið út afgerandi yfirlýsingu er varðar orkumálastefnu þjóðarinnar og fer í saumana á Orkupakka 4, sem íslenska þjóðfylkingin dreifði til allra núverandi þingmanna, áður en Orkupakki 3 var staðfestur af alþingi, sem eru svik við þjóðina. Meira að segja undirritaður kærði til Umboðsmanns alþingis tilbúning þess að skauta fram hjá Stjórnarskrá landsins með að samþykkja fáránlegt framhjáhlaup, sem núverandi forseti landsins skautaði einnig framhjá, þrátt fyrir mikla umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem fréttamiðlar voru greinilega orðnir svo háðir flokksaganum, að þeir þorðu ekki að hafa skoðun né velta sér upp úr afsalshluta frumvarpsins sem samþykkt var. Nú er Orkupakki 4 á næsta leiti, það er afsal á orkuauðlindum til allra alsstaðar í heiminum, og ríkið kemur ekki til með að geta varið fjöregg þjóðarinnar fari hann einnig í gegn. Er ekki komin tími til að þjóðin öskri á frambjóðendur og heimti skýr svör hvaða afstöðu þeir hafi í þessum málum.
Eru Íslendingar svo værukærir eða bara heimskir, að þeir sjái ekki í hvað stefni, eða eru þeim bara alveg sama hvernig verið er að fara með fjöregg þjóðarinnar. Það hafa komið upp hópar af velmenntuðu fólki sem hafa tekið undir þau varnar orð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur varað við í þessum málum, en því miður bendir allt til að Íslendingar ætli að feta sömu braut og Svíar, það er að moka öllum náttúruauðlindum og arðbærum fyrirtækjum úr landi, þá helst til Kína eða einhverja kúgunna þjóða. Menn hafa áttað sig á hlutverki Kínverja í blekkingarleiknum belti og braut, þar sem Kínverjar hafa lánað mikið fé og innheimt síðan slíka vexti og gjöld að viðkomandi þjóðríki hafa ekki undan að greiða til þeirra nauðuga gjald.
Við lifum á viðsjárverðum tímum, þar sem við þurfum að vera skinsöm, með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, en hafna sjálftöku pólitík, hvort sem hún er til hægri eða vinstri. Það er augljóst á þeirri þöggun er flokkarnir sem nú eru í framboði hafa komið sér saman um, það er að tala ekki um þau mál sem koma til með að skipta þjóðarbúskap og tilverurétt Íslendinga í eigin landi mestu máli, er grafalvarlegt mál. Hvar eru fréttamiðlarnir? Ætlar almenningur að leifa alþingismönnum að rústa Íslensku samfélagi?
Ég vill en og aftur minna alla Íslendinga á að það eru að koma kosningar, það er í þinum höndum hverjir koma til með að stjórna þessu landi. Það er ekki í boði að sitja heima, með þá afsökun að þú vitir ekkert um stjórnmál. Kynntu þér málin, taktu hismið frá kjarnanum og kjóstu þann sem þú telur að komi til með að standa vörð um þína hagsmuni, það er hagsmuni þjóðar þinnar til frambúðar. Láttu sérhagsmuni víkja, þeir eru yfirleitt eitur til lengri tíma litið. Við megum ekki koma mönnum upp með að afsala þjóðarhagsmunum.
Góðar stundir
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefurðu kynnt þér afstöðu Flokks fólksins, þar sem eru efstir á lista í tveimur kjördæmum formenn samtaka sem bæði lögðust gegn OP3?

Vissirðu að með gildistöku OP4 fellur OP3 niður og þá verður dauðafæri til að beita neitunarvaldi gegn OP4 í sameiginlegu EES nefndinni?

Til þess að það geti gerst þarf að kjósa flokka sem hafa dug í sér til að beita því neitunarvaldi, ólíkt núverandi stjórnarflokkum.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2021 kl. 22:37

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Guðmundur Ásgeirsson. Þetta er ekki rétt hjá þér, Orkupakki 4 er viðbót við Orkupakka 3. Þar sem laga og reglugerðagreinar skarast tekur nýrri reglugerðin yfir. Flokkur fólksins var fylgandi innleiðingu Orkupakka 3 hvers vegna tekur þú að nýir sveinar komi til með að standa uppi í hárinu á Ingu Sæland, þeir hljóta að hafa kynnt sér hvað var gert við þá sveina sem voru með eihverjar sér skoðannir á síðasta kjörtímabili.  Hef ekki nokkra trú á að þeir andmæli gegn flokksformanninum.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 1.9.2021 kl. 22:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll nafni.

Ég hef það frá traustum aðila sem var mjög virkur í baráttu gegn OP3 og hefur kynnt sér þessi mál í þaula, að með gildistöku OP4 falli OP3 úr gildi. Ég skal alveg viðurkenna að ég hef ekki sjálfur lagst í svo ítarlegan lestur á þeim tilskipunum og reglugerðum sem tilheyra þessum orkupökkum, en ég treysti félaga mínum sem er betur að sér en ég um þetta málefni.

Það er ekki rétt hjá þér að Flokkur fólksins hafi verið fylgjandi OP3. Þvert á móti greiddu báðir þingmenn flokksins atkvæði gegn þingsályktun um upptöku hans í EES-samninginn.

Sjá niðurstöður atkvæðagreiðslu hér: Atkvæðagreiðsla | Þingmálalistar | Alþingi

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2021 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband