27.8.2021 | 12:14
Jæja!!!, þá hefur Logi talað.
Ég hlustaði með athygli á kosningaáróður Samfylkingarinnar á Bylgjunni, þar sem formaður flokksins skýrði helstu málefni sem myndu skipta þjóðina mestu máli næsta kjörtímabil, kæmist flokkurinn í áhrifastöðu, eins og hann orðaði það!
Ekki var eitt einasta mál þar á dagskrá sem hægt sé að tala um að liggi á þjóðinni, nema til að íþyngja henni lífsbaráttuna. Loforð um að allt væri hægt með auknum fjár framlögum úr ríkissjóði, það er úr vasa kjósenda, því hvergi minntist hann á að draga saman seglin, enda ekki vinsæl umræða. Og hver voru svo helstu málin, jú!, loftlagsmál, umhverfismál og loforðaflaumur um hagsæld til handa öllum, því draumalandið vari svo efnað.
Nei slíkar upphrópanir og gjálfur skulum við varast, því þær eru merkingalausar!!!
Við skulum heldur staldra við og athuga það sem hann minntist ekkert á. Til dæmis inngöngu í ESB, sem er efst á dagskrá Samfylkingarinnar, númer tvö óheftur innflutningur á hælisleitendum og flóttamönnum, þar sem inngöngupassinn er að vera múslimatrúa, aðrir eiga vart von, þar sem bannorðið er að vera Kristinn. Þriðja!, skattpíning atvinnuvega svo að engum Íslendingi detti það í hug að byggja upp neina atvinnu í landinu, en vilja nýta sér landið til að starta og flytja síðan út í skattaparadís, númer fjögur engin upphrópun í að draga úr rekstri hins opinbera, svo það megi lenda einhverja krónur í vasa almennings, ríkisreksturinn er þegar orðin íþyngjandi þjóðinni.
Nei eins og endranær er ekkert að marka það sem kemur frá Samfylkingunni, hún virðist gjörsamlega hafa misst fótanna þegar gamla alþýðuflokkshugsjónin varð undir. Munum að atkvæði greitt Samfylkingunni er ávísum á afsali þjóðarinnar í hendur erlendra auðkýfinga og nýlenduherrastefnu ESB. Það eru að koma kosningar þitt er valið, hvernig framtíð barna þinna verða, það er í friðsælu Íslandi þar sem stúlkur og drengir geta gengið og leikið sér nokkuð frjálst, eða ofbeldi, nauðganir og illvirki þar sem þjóðernisbrot virða ekki mannréttindi, sem okkur hefur auðnast að alast upp við.
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.