17.8.2021 | 09:09
Þegar stjórnmálamenn vilja gera góðverk á kostnað þjóðarinnar!
Nú rjúka þau út á ritvöllinn hvert á fætur öðru, og ber þar hæst ráðherrar ríkisstjórnar í að gera hinn almenna borgara Íslands meðvirkan og ábyrgan í tækifærisgóðmennsku sinni. Jú nú á að varpa miljónum króna í að koma fólki til landsins, sem við berum enga skyldur til að halda uppi. Þetta er á sama tíma og sama fólk segir að það séu ekki til peningar í almenna þjónustu til handa þeim sem þegar hafa lagt til samfélagsins og eiga rétt á að fá mannsæmandi laun ( bætur ) frá ríkinu.
Það kemur einnig fram bæði á tali uppáhalds stjórnmálamanns og leiðtoga Bandaríkjanna það er Biden að það er engin áhugi hjá þessu fólki, það er Afgönum að breyta hegðun sinni gagnvart íbúum þessa heims. Þeirra trú er ekki samræmanleg almennu lýðræði, þar er feðraveldið ofar öllu öðru og kvenþjóðin sett en bústólpinn. Það var aðal ástæða þess að ekki var hægt að breyta menningarlegur skipulagi í þessu ríki frekar en í öðrum Múslimaríkjum, þrátt fyrir 20 ára stríðsátök, þurftu vesturveldin að flýja með skottið á milli lappanna.
Við skulum ekki gleyma því að stefna Múslima er að breyta öllum öðrum ríkjum til að vera eins og taka upp trú Islamista, það breytist ekki við flutning á fjölda þeirra til vesturvelda. Það flýtir einungis fyrir átökum, þar sem aumingjavæðing vesturlandabúa mun tapa stríðinu eins og í Afganistan verði tekið á móti slíku fólki til landsins. Þá munu stúlkubörn íslensku þjóðarinnar ekki vera björt, heldu umlukin búrkum, nauðgunum og gjafagiftingum til öldunga sem misbeita valdi sínu gagnvart þeim. Vítin eru til að varast þau, því skalt þú kjósandi góður gera kröfu til þeirra sem í framboði eru, að gefa skírar yfirlýsingar hvert viðkomandi stefnir í innflytjendamálum. Það eru að koma kosningar, gefum frambjóðendum ekkert eftir hvað varðar öryggi samlanda okkar í framtíðinni.
Þitt er valið hvernig alþingi lítur út að afloknum kosningum, það er ekki lengur í boði að vera hlutlaus, það er á þínu valdi hver framtíð þjóðarinnar verður!!!
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar hvetur til almennrar umræðu um þessi mál, gerum stjórnmál ábyrg!
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.