3.8.2021 | 15:54
Er ríkisstjórnin með Covid-sintrum
Nú á greinilega að hafa Íslendinga en og aftur að fíflum!!! Talsmaður ríkisstjórnarinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kemur aftur fram á sviðið með nýjar tillögur, um að þrengja enn frekar að eðlilegu lífi hins venjulega Íslendings. En hvar eru hertu reglurnar á hinum raunverulegu smitberum, það eru ferðamenn er hingað koma. Nýlega komst það í hámæli, að 30 manna hópur á leið til Vestmannaeyja hefði allur verið smitberar og þurfti að snúa þeim við, leigja undir þá ( sóttvarnar ) hótel, gefa þeim að éta og svo framvegis. Hversu margir ferðamenn sem eru smitberar, hafa komið inn í landið á undanförnum vikum, í boði ríkisstjórnarinnar og sóttvarnarteimisins. Hvað er þetta fólk að hugsa, eru Íslendingar léttvæg fórn fyrir ferðamannaiðnaðinn og græðgivæðingu sjálftökuliðsins á Íslandi, ég bara spyr?
Ætli Íslendingar séu ekki að verða búnir að fá upp í kok á þessum aulahætti stjórnmálamanna , sem sjá ekkert annað í spilunum, en opin landamæri? âÆtli það hefði ekki verið betra að gera strangari kröfur til landamæraeftirlits og að menn væru veirufríir áður en þeir hingað kæmu, heldur en að vera nú álitnir aumkunarverðir aular, sem vart er á vetur setjandi.
Þjóðin krefst þess að ríkisstjórn Íslands taki fyrst á óheftum innflutningi Covid smitaðra ferðamanna, en láti kröfur til Íslendinga ekki vera í forgangi, sem ætíð er íþyngjandi byrgði á landsmenn. Ferðamannaiðnaðurinn verður að laga sig að breyttum aðstæðum, það er ekki ríkisins að þurfa að halda uppi heilli atvinnustétt til langframa, þeirra er að verða samkeppnisfærir við önnur lönd. Hinn frjálsi atvinnuvegur og almenningur í landinu, sem hefur ætíð þurft að bera þungan af óráðsíu stjórnmálamanna, þola ekki meiri vitleysisgang. Ríkið getur stutt við starfsemina á uppbyggandi hátt án þess að setja þjóðarskútuna á hausinn.
Það koma kosningar í haust, og þar er það í þínum höndum hvernig þú villt að alþingi líti út. Það eru ákveðnir flokkar sem bera þungan af þessu rugli, látum þá axla ábyrgð. Þeir hafa tíma til að standa í lappirnar, geri þeir það ekki, á ekki að veita þeim brautargengi í komandi kosningum.
Guðmundur Karl Þorleifsson. Formaður ÍÞ
Ætli Íslendingar séu ekki að verða búnir að fá upp í kok á þessum aulahætti stjórnmálamanna , sem sjá ekkert annað í spilunum, en opin landamæri? âÆtli það hefði ekki verið betra að gera strangari kröfur til landamæraeftirlits og að menn væru veirufríir áður en þeir hingað kæmu, heldur en að vera nú álitnir aumkunarverðir aular, sem vart er á vetur setjandi.
Þjóðin krefst þess að ríkisstjórn Íslands taki fyrst á óheftum innflutningi Covid smitaðra ferðamanna, en láti kröfur til Íslendinga ekki vera í forgangi, sem ætíð er íþyngjandi byrgði á landsmenn. Ferðamannaiðnaðurinn verður að laga sig að breyttum aðstæðum, það er ekki ríkisins að þurfa að halda uppi heilli atvinnustétt til langframa, þeirra er að verða samkeppnisfærir við önnur lönd. Hinn frjálsi atvinnuvegur og almenningur í landinu, sem hefur ætíð þurft að bera þungan af óráðsíu stjórnmálamanna, þola ekki meiri vitleysisgang. Ríkið getur stutt við starfsemina á uppbyggandi hátt án þess að setja þjóðarskútuna á hausinn.
Það koma kosningar í haust, og þar er það í þínum höndum hvernig þú villt að alþingi líti út. Það eru ákveðnir flokkar sem bera þungan af þessu rugli, látum þá axla ábyrgð. Þeir hafa tíma til að standa í lappirnar, geri þeir það ekki, á ekki að veita þeim brautargengi í komandi kosningum.
Guðmundur Karl Þorleifsson. Formaður ÍÞ
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.